Zero Framsókn

samuelEkki blæs það byrlega fyrir Siv Friðleifsdóttur þessa dagana. Hún er fallin af þingi, miðað við síðustu skoðanakönnun og þó það vanti svosem ekki mikið upp á, að hún nái kjöri (eða rúmlega 1%), verður það hægara sagt en gert, að bæta þessu fylgi við sig núna á síðustu sprettunum. Það á ekki síst við, þegar frammistaðan var ekki nægjanlega góð í kjördæmaþætti RUV.

Persónulega þótti mér Siv koma illa frá þessum þætti. Hún var óörugg, málflutningur hennar var ekki fluttur af sannfærandi, heldur virtist hún hiksta og jafnvel lokaorðin voru ómarkviss. Vélin hikstaði. Síðan var hún einhvern veginn ekki að "gera sig" í þættinum. Það dugar ekki að vera með flotta hárgreiðslu, vera vel klædd og brosa. Ef hún hafi ætlað að vera "sætasta stelpan í þættinum" og ná þannig í atkvæði, þá mislukkaðist það algjörlega.

Öll nótt er þó ekki úti hjá Siv, en hún gæti komist inn sem uppbótarþingmaður, þ.e. komist inn bakdyramegin. En einhvern veginn finnst manni, að Siv eigi að fá frí næstu fjögur árin. Ég átta mig ekki alveg á hvað hún hefur fram að færa í pólítík þessa dagana. Hún hefur einhvern veginn misst þann ferskleika, sem hún áður hafði. Kannski hún ætti nú að fara í þrönga leðurdressið og taka nokkra rúnta fyrir fjölmiðlamenn? Sakar ekki að prófa.

Gunnar Svavars komast ágætlega frá þættinum, þó hann hafi sett aðeins niður með gjamminu. En hann virkaði mjög vel á mig og, þó ég sé jafnan ekki sammála honum, virðist hann vera traustur náungi. En vonandi verður honum ekki að ósk sinni, að "Gummi á þing" fari forgörðum. Ég verð að segja það, að ég hef áhyggjur af þessu.

c_xdÞorgerður Katrín er greinilega orðin vön því, að koma fram í sjónvarpi og í svona þáttum. Hún stóð sig mjög vel, að mér fannst, og greinilegt er, að pabbi gamli hefur tekið hana í nokkra framsetningartíma.

Ögmundur var bara Ögmundur í þessum þætti, eins og boðberar válegra tíðinda eru gjarnan. En ég skal viðurkenna það að hann er betri en oft áður, þe. hann skrúfaði niður í verstu öfgunum og setti kratagrímuna á sig, amk á stundum. En góðu fréttirnar eru, að Guðfriður Lilja er inni samkv. þessu og Jakob Magnússon úti.

Kolbrún frjálslynda var svoldið sér á báti í þættinum. Hún er greinilega ekki von því að koma fram í svona þáttum, var óörugg og svolítið úti að aka. Ég á ekki von á, að hún geri neinar rósir, þetta skiptið.

_fram-vg_186707En mér sýnist, svona þegar upp er staðið, að Zero Framsókn verði normið í þessu kjördæmi og að þingmenn með gráa fiðringinn verði bara að horfa á eitthvað annað en Siv á næsta kjörtímabili.


mbl.is VG eykur við fylgi sitt í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Rétt er það að Siv kom ekkert sérstaklega vel út úr sjónvarpsþættinum í gær.

En ég held smamt mikið upp á hana fyrir að friða rjúpuna hún hafði kjark og þor til þess þegar hún var umhverfisráðherra,ég tel það hafa verið náttúruvermd í verki. 

Ragnar Gunnlaugsson, 6.5.2007 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband