Miðvikudagur, 9. maí 2007
Hamrarnir, Hemmi Hreiðars og fleira
Þetta hljóta að vera góðar fréttir fyrir Eggert og co. Ef Wigan vinnur ekki í síðustu umferð, er West Ham sloppið.
Hverjir hefðu trúað þessu fyrir c.a. 2 mánuðum, eða þegar liðið tapaði stórt fyrir Charlton.
Stjórn West Ham ætti þó að forðast að kaupa Hermann Hreiðarsson. Hann ku víst eiga metið í Englandi, en hann hefur fallið úr ensku úrvalsdeildinni með fjórum liðum: Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich og nú Charlton.
Ég mæli með að Hemmi fari á free transfer til Tottenham.
![]() |
Þýðir ekkert að kæra vegna Tévez |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Hvernig vissi fr. Royal að þetta myndi gerast?
Óeirðirnar halda áfram, eins og fr. Royal hafði sagt fyrir um. Getur verið, að þetta hafi verið skipulagt, eða amk kynnt undir af hálfu andstæðinga Sarkozys?
![]() |
Innanríkisráðherra Frakklands fordæmir óeirðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Er ekki nóg af skúrum sunnanlands?
![]() |
Skúrum spáð sunnanlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Össur að missa það?
Jæja, nú hefur Össur heldur betur verið "tekinn", þ.e. "punk'd". Ég á nú ekki eitt einasta orð yfir framgöngu þessa manns, hvernig hann getur hagað sér og það aðeins nokkrum dögum fyrir kosningar. Hann fær hálfgert æðiskast yfir heimboði sjálfstæðismanna til háskólanema, þar sem ferð á Hverfisbarinn er innifalin, en gleymir því að Samfylkingin bauð þeim skömmu áður, og það á sama rúntinn. Af hverju var þetta í lagi, þegar Samfó gerði þetta, en siðspilling, þegar Sjálfstæðisflokkurinn gerir þetta.
Samfó hefur hækkað í fylgi upp á síðkastið, m.a. vegna þess að flokkurinn hefur rekið jákvæða kosningabaráttu, Ingibjörg hætt að nöldra og farin að brosa, og Össur hefur verið minna áberandi en áður. Ef Samfó fer aftur niður núna, má búast við að Össur verði ekki vinsæll hjá krötunum 13. maí.
En það er greinilegt að Össur ætlar ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum næsta kjörtímabil. Og jafnvel þó hann vilji, er ekki víst að hann fái. Svona samstarfsmanni er ekki hægt að treysta, því miður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Hljóðfæraflutningur á almannafæri?
"Þetta er fólk frá Austur-Evrópu, karlmenn sem hafði stundað hljóðfæraflutning á almannafæri og gisti gjarnan í almenningsgörðum. "
Til hvers var þetta fólk að flytja hljóðfæri á milli staða? Vona að það hafi ekki þurft að halda á píanóum á milli sín inn í Hafnarfjörð, t.d.
Enn tekst Moggamönnum að gera þetta skemmtilegt! :)
![]() |
Gista sjálfviljugir í fangaklefum lögreglunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Hinn íslamski Mikki mús!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Hvað eru þetta margar helgar?
"Helgi skipaðir safnstjóri Náttúruminjasafns" og "hefur skipað Helga Torfasonar í embætti safnstjóra Náttúruminjasafns Íslands til fimm ára".
Hmm, jæja, svona ganga víst kaupin á Moggaeyrinni.
![]() |
Helgi skipaður safnstjóri Náttúruminjasafns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
En hvað með Háskólann í Reykjavík?
Skaffaði ekki R-listinn, sem VG og Árni Þór áttu sæti í, Háskólanum í Reykjavík lóð þarna á svæðinu með umdeildum hætti?
Er semsagt verið að gera upp á milli háskóla? Eru Vinstri grænar ekki mjög áhugasamar um menningu og list?
![]() |
Segir úthlutun lóðar til Listaháskóla hneyksli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Skemmtileg auglýsing Frjálslynda flokksins?
Arnar Erwin Gunnarsson, alþjóðlegur skákmeistari, vakti athygli á skemmtilegri auglýsingu "Frjálslynda flokksins" (?) á umræðuhorni skákmanna. Ég get ekki á mér setið að benda á hana hér á blogginu:
http://siminn-http.straumar.is/static.bolungarvik.is/xF.wmv
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Leiðréttingarpúkinn
Að mínu mati ættu blaðamenn Mbl og mbl.is endilega að notast við þetta forrit. Ekki er vanþörf á.
![]() |
Leiðréttingapúki á blog.is |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)