Föstudagur, 11. maí 2007
Ævintýri Sævars Ciesielskis í útlöndum
Jæja, allt fram streymir endalaust. Ævintýrin halda áfram að gerast.
Sævar Marinó Ciesielski var að koma aftur til landsins. Ekki er langt um liðið síðan hann fór framarlega í flokki ungdómsmótmælenda í Kaupmannahöfn, þegar Ungdómshúsinu var lokað, og var handtekinn og settur í fangelsi, við illan aðbúnað.
Nú, hann færði sig síðan um set til Svíþjóðar, og tók þar þátt í mótmælagöngum með sænsku ungviði. Og löggan komst í spilið að nýju og mátti sæta eftirliti og aðfinnslum lögreglu þar á eftir. Nú, síðan ætlaði hann aftur til Kaupmannahafnar og sat inni á brautarstöðinni í Stokkhólmi. Þar sat hann og las gögn sín og skjöl, þegar ungir menn, öryggisverðir þar, komu að og sögðu hann óvelkominn þar inni. Hófu þeir kylfurnar á loft og tóku upp maze-brúsa og ógnuðu kappanum.
Hrökklaðist hann þá aftur til Kaupmannahafnar, en þar héldu ævintýrin áfram, var m.a. tekinn í Hovedbanegarden, þegar lögreglumenn gengu að honum og spurðu: "Ertu ekki eftirlýstur af Interpol, í Danmörku og/eða á Íslandi". Beint í steininn. Fortíðin eltir menn greinilega víða.
Sævari var síðan sleppt. Hann segist m.a. hafa afrekað það, að vera einn fárra manna, sem séu í banni frá Kristjaníu. Það hafa ekki margir afrekað.
En Sævar er nú kominn heim í stutta heimsókn til Íslands.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 11. maí 2007
Stjórnin heldur velli: Sjálfstæðisflokkur yfir 40%
Jæja, enn ein skoðanakönnunin komin, að þessu sinni frá Fréttablaðinu. Samkvæmt henni heldur stjórnin velli og vel það. Sjálfstæðisflokkur vinnur stórsigur, VG dettur niður í "eðlilegt" fylgi, eftir að hafa mælst með minnir mig amk 27% í sumum könnunum. Samfó er líka komin í "eðlilegt" fylgi, svona um 25%. Frjálslyndir fá 3 þingmenn, tapa einum, Framsókn fær sex þingmenn, og fara niður í logum, grínframboðið (sem sendi mér rosa umslag í gær) hans Ómars kemst ekki inn, enda engin ástæða til.
Ég held reyndar, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ofmældur þarna, en þá um "eðlileg" vikmörk, þ.e. 2-3%. Ég á von á c.a. 38% fylgi, þegar talið verður upp úr kössunum að Eurovisionlausu kvöldi 12. maí. Mér þykir líklegt að báðir vinstri flokkarnir sýni hér um það bil rétt fylgi að Vg fái 10 þingmenn og Samfó 16, mínus-plús einn. Framsókn eða Frjálslyndir gætu tekið einn hvor til viðbótar, þá vísast annan frá Sjálfstæðisflokki og hinn frá Samfó.
Mér sýnist, miðað við þetta, að vinstri stjórn sé aðeins möguleg með þátttöku fjögurra flokka, þ.e. kaffibandalagsins og Framsóknar. S, V, og B gætu náð 32 þingmönnum samanlagt, eða 33, en sá meiri hluti yrði tæpur, þar eð málamyndanir yrði margar og efast ég um að það myndi reynast létt verk, sér í lagi á milli VG og Framsóknar.
Niðurstaðan hlýtur því að vera, að D-listinn muni halda áfram í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili og þá vísast í samkrulli með Samfó eða Framsókn.
En hér á eftir er frétt Fréttablaðsins um þessa skoðanakönnun:
Stjórnin með meirihlutafylgi
Kosið verður á morgun til Alþingis og kemur þá í ljós hvernig atkvæðin falla í þessum þingkosningum. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins fyrir þessar kosningar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 42,2 prósent og fengi 28 þingmenn kjörna. Fylgið dalar hjá þeim um 0,3 prósentustig frá könnun blaðsins sem birt var á sunnudag. Vikmörk eru 2,0 prósentustig. Þann fyrirvara verður þó að setja, þar sem Fréttablaðið spyr ekki hvort svarendur séu líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk, að reynsla af könnunum fyrir kosningar sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn reynist oft of hátt mældur.
24,6 prósent segjast myndu kjósa Samfylkingu, sem dygði til að fá sextán þingmenn. Vikmörk eru 1,8 prósentustig. Fylgi flokksins eykst um 0,6 prósentustig frá því á sunnudag.
Fylgi Vinstri grænna mælist nú 16,1 prósent, með vikmörk upp á 1,5 prósentustig. Það er nánast sama fylgi og á sunnudag. Ef það verða niðurstöður kosninganna fengi flokkurinn tíu þingmenn.
Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,1 prósents fylgi, 0,4 prósentustigum minna en á sunnudag. Samkvæmt því fengi flokkurinn sex þingmenn kjörna. Þegar fylgið er brotið niður á hvert kjördæmi eru líkur á að Jón Sigurðsson geti fengið úthlutað jöfnunarsætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Fylgi Frjálslynda flokksins hefur ekki breyst frá því um helgi og segjast enn 5,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Vikmörk eru 0,9 prósentustig. Samkvæmt því fengi flokkurinn þrjá jöfnunarþingmenn kjörna, en samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á hvert kjördæmi ná þingmennirnir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins, og Sigurjón Þórðarsson ekki kjöri.
Íslandshreyfingin nær enn ekki nægjanlega miklu fylgi til að fá mann kjörinn. 2,6 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, hálfu prósentustigi meira en um helgina. Vikmörk eru 0,7 prósentustig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Tvö Eurovision: annað fyrir vestrið, hitt fyrir austrið.
Annars hætta Vesturlandaþjóðir að hafa áhuga á þessu. En Eiríkur stóð sig vel.
Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart, ég átti einmitt von á svona löguðu, enda hafði maður séð hvernig þessi "austantjaldsmafía" starfar.
Ef engar breytingar verða, fyrir næstu keppni, verður bara að auglýsa hressilega í öllum ríkjum V-Evrópu, að kjósa ekki a-evrópsk lög áfram. Svo einfalt er það nú.
En það góða við þetta allt saman var, að þetta gæti veitt á gott fyrir laugardaginn, úr því rauðliðanum var hafnað!
![]() |
Ísland komst ekki í úrslit Eurovision |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Stormur í vatnsglasi
Hvað er að því að kalla bónda bónda?
Vinsamlegast útskýrið af hverju þetta var svona slæmt hjá Vestfirðingunum? Kona getur líka verið bóndi. Kona getur líka verið vinur. Enda eru um að ræða karlmann og kvenmann, eða er það ekki?
![]() |
Biðst afsökunar á bréfi til bænda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Hver hyggst hætta í sumar?
"Blair sagði ríkisstjórninni að hyggist hætta í sumar" er fyrirsögnin.
Same old, same old. Hverjir skrifa eiginlega á mbl.is?
P.S. Jæja, Moggamenn búnir að laga! Sko!
![]() |
Blair sagði ríkisstjórninni að hann hyggist hætta í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Hvað hefur sir Cliff verið að skemma í 4 aldir?
![]() |
Cliff hefur skemmt í fjórar aldir! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Græða framsóknarmenn á kvefinu?
Ég hef setið á BSÍ síðan snemma í morgun við allskonar tölvutengdar athafnir. Ég kem hér jafnan nokkuð snemma og sit í mínu sæti fram undir níu, þegar ég laumast á skrifstofuna. Mér til vinstri handar, á borðinu við hliðina, situr jafnan aldraður höfðingi úr Skagafirði, vinstri grænn að hætti Ragnars Arnalds, og spáir í lífið og tilveruna út frá morgunblöðunum.
Við eigum oft mjög skemmtilegar samræður um pólítík og dægurmál á morgnana, en núna í morgun var eitthvað þungt í þessum skemmtilega manni.
Málavextir eru þeir, að hann hafi fengið kvef í gær eða fyrradag og fór í Lyfju í gærkvöldi og fékk sér brjóstdropa, þetta sígilda hóstasaft, sem Íslendingar hafa löngum svolgað í sig, einkum á veturna. En, svo sagði hann, að framsóknarmenn hefðu laumað einhverjum framsóknarvírus í saftið, því síðan hann tók þetta inn, hafi hann í fyrsta lagi verið sljór og ekki áttað sig á aðstæðum, og í öðru lagi sjái hann bara xB alls staðar.
En ég sneri á þá, sagði hann, ég tók inn lýsistöflur í morgun. Þær ættu nú að reka framsóknarvírusinn á brott! En skömmu seinna heyrðist hann hrópa upp yfir sig, því í DV er frétt á bls 7 um, að lýsishylkin séu "umvafin" með húð, sem gerð sé úr nautgripahúðum.
"Hvurt þó í logandi" sagði hann. Þá hef ég verið að taka inn framsóknarbeljur í morgun? Alls staðar tekst Framsókn að troða þessum kosningavírus sínum inn.
Ekki að undra, sagði hann, þó Framsókn sé að hækka í skoðanakönnunum, þegar þúsundir kvefaðra Íslendinga hafi fengið í sig framsóknarvírus með hóstasafti og lýsistöflum.
Þetta er ekki vitlausari skýring en mörg önnur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Eins og er...
...enda hafa vinstri menn ekki fengið að grasséra hér og ekki átt sæti í ríkisstjórn í 12 ár.
Spurning hvar Íslendingar muni standa eftir fjögur ár, komist vinstri flokkarnir til valda?
Spurning hvort við höfum efni á, að fá yfir okkur vinstri stjórn?
![]() |
Ísland meðal samkeppnishæfustu hagkerfanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Bannað að pissa útfyrir -- eldhætta
![]() |
Vara við eldhættu í salernisskálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Framsókn í framsókn
Jæja, loksins gerist það, sem margir hafa spáð, að Framsókn myndi hífa sig upp rétt fyrir kosningar með ubersolid auglýsingaherferð.
Framsókn er komin í tæp 15% atkvæða, ekki svo fjarri fylgi VG, sem nú er á hraðri niðurleið, ef marka má kannanir
Og Framsókn tekur þetta fylgi frá Sjálfstæðisflokknum.
En skv. þessi er stjórnin ekki lengur fallin, þó hún sé áfram í fallhættu svosem. Og Samfó tapar fylgi strax og Össur fer af stað aftur með einhverja leiðindapólítík.
![]() |
Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)