Ævintýri Sævars Ciesielskis í útlöndum

saevarJæja, allt fram streymir endalaust. Ævintýrin halda áfram að gerast.

Sævar Marinó Ciesielski var að koma aftur til landsins. Ekki er langt um liðið síðan hann fór framarlega í flokki ungdómsmótmælenda í Kaupmannahöfn, þegar Ungdómshúsinu var lokað, og var handtekinn og settur í fangelsi, við illan aðbúnað.

Nú, hann færði sig síðan um set til Svíþjóðar, og tók þar þátt í mótmælagöngum með sænsku ungviði. Og löggan komst í spilið að nýju og mátti sæta eftirliti og aðfinnslum lögreglu þar á eftir. Nú, síðan ætlaði hann aftur til Kaupmannahafnar og sat inni á brautarstöðinni í Stokkhólmi. Þar sat hann og las gögn sín og skjöl, þegar ungir menn, öryggisverðir þar, komu að og sögðu hann óvelkominn þar inni. Hófu þeir kylfurnar á loft og tóku upp maze-brúsa og ógnuðu kappanum.

Hrökklaðist hann þá aftur til Kaupmannahafnar, en þar héldu ævintýrin áfram, var m.a. tekinn í Hovedbanegarden, þegar lögreglumenn gengu að honum og spurðu: "Ertu ekki eftirlýstur af Interpol, í Danmörku og/eða á Íslandi". Beint í steininn. Fortíðin eltir menn greinilega víða.

Sævari var síðan sleppt. Hann segist m.a. hafa afrekað það, að vera einn fárra manna, sem séu í banni frá Kristjaníu. Það hafa ekki margir afrekað.

En Sævar er nú kominn heim í stutta heimsókn til Íslands.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

spurning!

Snorri Bergz, 11.5.2007 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband