Hvernig vissi fr. Royal að þetta myndi gerast?

Óeirðirnar halda áfram, eins og fr. Royal hafði sagt fyrir um. Getur verið, að þetta hafi verið skipulagt, eða amk kynnt undir af hálfu andstæðinga Sarkozys?

 


mbl.is Innanríkisráðherra Frakklands fordæmir óeirðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Lárusson

Lýðræðið er í lagi svo lengi sem ég vinn. Er nokkuð sem virðist eiga við hér. Enda er það nú svo að sósíalískar hreyfingar byggja allar á þeim grunni, að breytingar eigi að koma með byltingu. Þeir keyra kannski lýðræðisrútuna í dag, en það er stutt í arfleiðina.

Jón Lárusson, 9.5.2007 kl. 11:49

2 Smámynd: Snorri Bergz

Amm, mikið rétt. Hitti einn um daginn, sósíalista, sem var að bölva Sarkozy, þessum "fasista", ekki síst fyrir að hafa ekki leyft þúsundum útborgarbúa að ganga berserksgang, brenna bíla og skemma eignir í miklum mæli. "Frakkar eru ruglaðir, að kjósa þennan mann yfir sig". En þessi sami maður hafði verið að bölva því daginn áður, að Íslendingar (þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn) vilji ekki taka upp stjórnmálasamband við stjórn undir forystu Hamas. Þegar ég benti á þetta var svarað: "Hamas eru föðurlandsvinir, Sarkozy er ungverskur fasisti".

Amm, málefnaleg umræða og mjög svo skynsamleg. Sarkozy er því verri en Hamas, því hann er minna á móti USA en Hamas...eða mér dettur í hug önnur ástæða en þessi, nema etv. að Sarkozy er giftur konu af gyðingaættum.

Snorri Bergz, 9.5.2007 kl. 12:04

3 Smámynd: Jón Lárusson

Alltaf gaman að heyra þegar fólk kallar Sarkozy fasískan útlendingahatara. Maðurinn er innflytjandi, sonur einstæðrar móður og hefur þurft að berjast fyrir öllu sínu. Fékk ekkert gefins upp í hendurnar og veit hvernig er að vera fátækur innflytjandi. Maður sem hefur steríótýpubakgrunn fyrir sósíalista, en er samt harður hægri maður. Hver ætli sé ástæðan. Ætli hann þekki bara hvernig þetta er og viti hvað þurfi að gera. Hver sé besta leiðin.

Jón Lárusson, 9.5.2007 kl. 12:39

4 Smámynd: Sigurjón

Auðvitað er Royal að kynda sjálf undir ofbeldi með því að tala svona um það í fjölmiðlum.  Hún er beinlínis að koma þeirri hugmynd í kollinn á sínum stuðningsmönnum að þetta sé sniðugt.  Það ætti að tjarga og fiðra kvikindið.

Sigurjón, 9.5.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband