Þriðjudagur, 30. október 2007
Tottenham og Sevilla
Gott hjá Sevillamönnum:
"Ensku félögin, sem virðast alltaf vera að reyna að krækja í okkar menn, ættu að vita það nú að þegar við viljum halda leikmönnum, þá höldum við þeim. Ég fullvissa ykkur um að við hjá Sevilla setjum alla okkar orku og metnað í að Tottenham fái að gjalda fyrir framkomu sína í okkar garð og þær ólöglegu aðferðir sem félagið beitti. Hér á Spáni eiga menn ekki að venjast því að svik og prettir líðist í samskiptum félaga. Svona nokkuð gerist hvergi annars staðar og ég læt Tottenham og stuðningsmenn félagsins um að horfa í spegil og meta eigin hegðun," sagði del Nido, en það sýður enn á honum eftir að hafa misst Ramos til London."
En svona lagað viðgenst heldur ekki víða á Englandi, eiginlega bara hjá 2. flokks sóðaliðum eins og Tottenham!
En á hinn bóginn skil ég ekki hvað það er svona rangt hjá Spurs að vilja fá Ramos. Ég meina, það er atvinnufrelsi, eða á amk að vera, því hér er ekki um leikmann að ræða. En auðvitað er það sárt að missa góðan stjóra og það til ekki betra liðs en hér um ræðir!
![]() |
Sevilla sleppir engum til Tottenham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. október 2007
Viðskiptabannið á Kúbu
Það eru mörg ríki "verri" en Kúba. Af hverju ekki að setja þau á bannlistann líka?
![]() |
Allsherjarþing SÞ hvetur til þess að Bandaríkjamenn aflétti viðskiptabanni á Kúbu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. október 2007
Nafnið tryggir gæðin
Snorrarnir eru auðvitað BESTIR.
Nema ég auðvitað. 'Eg er svarti sauðurinn.
![]() |
Ólafur og Snorri valdir í heimsliðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. október 2007
Er allt að fyllast af nördum??
![]() |
700 nördar á leið til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 29. október 2007
Er þá kannski hægt að "afhomma" menn?
![]() |
Breyttu kynhneigð orma með því að breyta geni í þeim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 29. október 2007
Hundar skjóta mann? Eða kálfa?
Einhver einn hlýtur að hafa "stigið á gikkinn".
En jæja, burtséð frá þessu: Þetta er auðvitað fáránlegt. Ekki síst þar sem hann var skotinn í vinstri "hálfa". Þetta á vísast að vera "kálfa" og verður vonandi leiðrétt.
En þá ætti fréttin að vera: "Hundur skýtur kálfa."

![]() |
Hundar skutu veiðimann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. október 2007
30 smákrimmar teknir
Og ekki í fyrsta skipti, en í apríl sl gerðist svipað.
Ég bloggaði semsagt um þetta á laugardaginn, og einn af forkólfum þess fyrirtækis var ekki par ánægður áðan og var, ef ég hef skilið hann rétt, með hótanir. Hann gat ekki fattað, að það hafði verið brotið á mér og ég fékk ekki einu sinni afsökunarbeiðni, hvað þá meira, fyrir þann skaða sem þetta skapaði og gerir nú aftur. En ég tek fram, að flestir í þessu fyrirtæki eru sómamenn/konur, fínt fólk. En einn og einn heldur að hann sé smákóngur af því að hann á jeppa, eða af einhverjum öðrum ástæðum.
En Pétur, Skapti og hinir náungarnir hafa jafnan verið mjög almennilegir og eru fínir náungar. Leiðinlegt þetta með rotna eplið, eða eplin, en svona er þetta. En ég erfi þetta ekkert, ef netið hjá mér kemst í lag fljótlega. Það er þó slæmt að maður þurfi að hringja í Símann og biðja hann að laga, í stað þess að rafvirkjarnir/símagaukarnir hjá umræddu fyrirtæki hefðu unnið vinnuna sína og tengt mig líka aftur, eins og aðra í húsinu. Ömurlegt að vera síma/internetlaus.
En mig grunar að einhverjir þeirra verði fúlir ef þeir lesa þetta, en það er þeirra vandamál.
Ég sit því í TR og reyni að gera eitthvað á meðan. En svona er lífið...það gengur á með skini og skúringum!
![]() |
30 brutu gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar um helgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 29. október 2007
Ólafur landsliðsþjálfari
En flott hefði nú verið að ráða Mourinho bara í djobbið til bráðabirgða! Já, eða bara einhvern útlending, sem kann þetta og segir íslensku "stjörnunum", Eiði Smára, Hemma og þeim, að halda kjafti, þegar þeir eru að derra sig og þykjast vera aðal númerin á svæðinu.
Lið merkir liðsheild, hópur, en ekki samansafn einstaklinga. Það varð held ég Eyjólfi að falli, að hann náði ekki að halda þeim "skástu" í liðinu í skefjum, þegar þeir fengu mikilmennskuköst (ef marka má sögusagnir).
Og með agann: hvernig gat Eyjólfur látið leikmennina halda agareglur, þegar hann fylgdi þeim ekki einu sinni sjálfur?
![]() |
Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu til ársloka 2009 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. október 2007
Hálkan
Í fyrsta lagi er ég hissa á, að flugvél fljúgi beint frá Antalya til Keflavíkur. Ég flaug þessa leið fyrr í þessum mánuði og þá þurfti að stöðva í Frankfurt. Fleiri Íslendingar eru á sömu leið í nóvember og þurfa líka að millilenda.
Hvaða JetX er þetta eiginlega?
Og hvað eru menn að vilja á þennan ömurlega flugvöll, Antalya?
Nú, en hálkan. Ég bý í botnlangagötu í Breiðholtinu, neðst! Og átti eftir að skipta yfir á vetrardekkin. Frá heimili mínu og upp er snarbrött hlíðin. Á undan mér voru 2 bílar á sumardekkjum í vandræðum. Báðir sneru margoft við. Þeir komust hreinlega ekki upp, þó þeir væru spólandi í bak og fyrir. En ég fór léttilega upp í fyrstu tilraun og mínum þýska smábíl.
Galdurinn er nefnilega, að fara ekki af stað og keyra áfram í 1. gír, heldur skipta í 2. gír og síðan 3. gír við fyrsta tækifæri. Því komst ég leikandi upp, meðan hinir gaurarnir á svipuðum bílum áttu ekki séns og eru sennilega ennþá að reyna að komast upp. Muppetz.
En þreytandi þessi hálka. Ég hélt að gróðurhúsaáhrifin myndi skapa hlýnandi veður á Íslandi. Ekki aldeilis. Það er hinn "inconvenient truth".
![]() |
Segja bremsuskilyrði á flugbraut ekki í samræmi við upplýsingar úr flugturni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. október 2007
Rétt hjá stráknum
En úrslitin í dag voru ósigur fyrir sóknarbolta. Sigur potismans og frammávöllkýlingabolta Liverpoolara.
![]() |
Fabregas: Áttum sigurinn skilinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)