Hálkan

Í fyrsta lagi er ég hissa á, að flugvél fljúgi beint frá Antalya til Keflavíkur. Ég flaug þessa leið fyrr í þessum mánuði og þá þurfti að stöðva í Frankfurt. Fleiri Íslendingar eru á sömu leið í nóvember og þurfa líka að millilenda.

Hvaða JetX er þetta eiginlega?

Og hvað eru menn að vilja á þennan ömurlega flugvöll, Antalya?


Nú, en hálkan. Ég bý í botnlangagötu í Breiðholtinu, neðst! Og átti eftir að skipta yfir á vetrardekkin. Frá heimili mínu og upp er snarbrött hlíðin. Á undan mér voru 2 bílar á sumardekkjum í vandræðum. Báðir sneru margoft við. Þeir komust hreinlega ekki upp, þó þeir væru spólandi í bak og fyrir. En ég fór léttilega upp í fyrstu tilraun og mínum þýska smábíl.


Galdurinn er nefnilega, að fara ekki af stað og keyra áfram í 1. gír, heldur skipta í 2. gír og síðan 3. gír við fyrsta tækifæri. Því komst ég leikandi upp, meðan hinir gaurarnir á svipuðum bílum áttu ekki séns og eru sennilega ennþá að reyna að komast upp. Muppetz.


En þreytandi þessi hálka. Ég hélt að gróðurhúsaáhrifin myndi skapa hlýnandi veður á Íslandi. Ekki aldeilis. Það er hinn "inconvenient truth". 


mbl.is Segja bremsuskilyrði á flugbraut ekki í samræmi við upplýsingar úr flugturni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband