Föstudagur, 27. júlí 2007
Seif 6
Jæja, Kínverjar hefðu jafnvel átt að dreifa gúmmíinu fyrir mörgum áratugum. Ekki aðeins til hindra útbreiðslu sjúkdóma, heldur einnig til að takmarka fólksfjölgunina.
En þetta minnir mig reyndar á færeysku fótboltalýsinguna þegar sagt var: "Verjan gaf sig og allt lak inn".
![]() |
Verjur á öll hótel í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. júlí 2007
Fyrstu mótmæli Shaving Iceland yfirstaðin!
Hinn frækni stofnfundur Shaving Iceland fór fram í gær, eins og alþjóð veit ekki. Dagskráin riðlaðist reyndar aðeins, því Össur var hvergi sjáanlegur.
En jæja, við fundum þá bara þrjá vel skeggjaða karla, plagaða af bringuhárum og annarri óáran. Þeir voru snoðaðir á staðnum og fengu þar að auki að prófa vaxmeðferð á bringuna.
Þeir voru svo ánægðir með útkomuna, að þeir ákváðu að mótmæla skeggvexti með því að sýna gestum og gangandi árangurinn.
Að vísu hefðu þeir átt að sleppa föllernum, því þetta fór eitthvað út í öfgar.
En fyrstu mótmæli Shaving Iceland samtakanna eru þó amk yfirstaðin.
![]() |
Strípalingar handteknir í Mosfellsbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Meikar sens!
Jæja fyrst vil ég óska alþjóðlega meistaranum Braga Þorfinnssyni til hamingju með glæsilegan sigur gegn Johnny Hector, stórmeistara frá Svíþjóð, á Politiken Cup í dag.
En síðan vil ég minna á, að hann hefur einmitt verið að líkjast Bjössa bróður sínum í vaxtarlaginu upp á síðkastið. Bjössi segir síðan, að hann hafi byrjað að fitna eftir að hann kynntist mér og hafi óafvitandi tekið á sig hið frjálslega vaxtarlag mitt. En strax og ég byrjaði að dragast saman, hefur hann dregist saman sömuleiðis, og jafnvel Bragi er á niðurleið aftur. Reynsla okkar strákanna styður því þessar niðurstöður hinna bandarísku vísindamanna.
En Bjössi (mynd til vinstri) óttast nú, að skalli sé líka smitandi. Sé svo raunin er ljóst, að vinahópur hans mun minnka snarlega á næstu vikum; þá verður mér sparkað, og ...ónefndum mönnum öðrum!
![]() |
Vísindamenn segja að offita geti verið smitandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Shaving Iceland
Stofnfundur Shaving Iceland verður haldinn á Austurvelli í kvöld kl. 20:00. Skorað er á alla á, sem vilja mótmæla þeirri sjónmegnun, sem jafnan er til staðar af illa skeggjuðu fólki, að mæta á staðinn.
Dagskrá:
1. Össur Skarphéðinsson rakaður, með góðu eða illu. Menn með Amish skegg eiga aðeins heima í Pennsylvaníu.
2. Sjálfboðaliðar munu hlekkja sig við 10-11 í Austurstræti og heimta, að búðin setji rakvélar á áberandi staði.
3. Stjórn kosin.
4. Össuri skilað heim til sín.
5. Siguður Kári Kristjánssn þm. mun halda fyrirlestur um vaxmeðferðir gegn andlitshári karla.
6. Venjuleg stofnfundarstörf.
Með kveðju
undirbúningsnefndin.
http://www.shavingiceland.org
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Glæsileg frammistaða Saving Iceland!
Jamm og jæja. Og stuðningur fólks við öfgaumhverfisþráhyggju minnkar dag frá degi, að ég held amk.
Ég er afar þakklátur þessum öfgasamtökum fyrir að halda áfram að afhjúpa sig og sína. Ég er enn á hold eftir nýrri skoðanakönnun Capacents.
Hvað ætli VG skori núna?
![]() |
Mótmælendur loka fyrir umferð að Hellisheiðarvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Jagger, Bullock, Holland, Churchill, CIA = dagur í sögunni.
Margt merkilegt hefur gerst 26. júlí, en samt ekki svo voða mikið, í samanburði við suma aðra daga, og þó?
1581 lýsti norðurhluti Niðurlanda yfir sjálfstæði frá Filippusi Spánarkóngi. Land það er betur þekkt sem Holland.
1778 verður New York ríki hluti af Bandaríkjum Norður Ameríku, 11. ríkið, til að hafa þetta nákvæmt.
1847 Líbería verður sjálfstætt ríki.
1887 Zamenhof kynnir nýtt alþjóðlegt tungumál, Esperanto.
1908 Saksóknari BNA skipar fyrir um ráðningu fólks í nýja stofnun, sem varð forveri FBI.
1934 Kanslari Austurríkis, Dollfuss, er myrtur. Nasistafnykur af málinu.
1944 Fyrsta V-2 eldflaug Þjóðverja fellur á London
1945 Verkamannaflokkur Bretlands kemst til valda eftir kosningasigur 5. júlí. Churchill hrekst frá völdum.
1947 Truman forseti BNA löggildir stofnun ýmissra stofnana, þám CIA.
1953 Fidel Castró ræðst á herstöð; kúbanska byltingin hefst.
1956 Nasser, leiðtogi Egyptalands, þjóðnýtir Súes-skurðinn og egnir til ófriðar.
1963 Syncom 2, fyrsti "alvöru" gervihnötturinn, fer í loftið.
osfrv.
Fæddir:
1856: George Bernhard Shaw Nóbelsverðlaunahafi
1875: Carl Jung, geðlæknir.
1894: Aldous Huxley, rithöfundur
1908: Salvador Allende, forseti Chile
1922: Blake Edwards, kvikmyndaleikstjóri
1928: Francisco Cossiga, forseti Ítalíu, og Stanley Kubrick, leikstjóri.
1939: John Howard, forsætisráðherra Ástralíu
1943: Mick Jagger, söngvari Rúllandi steina og Roger Taylor í Queen.
1956: Dorothy Hamill, skautadrottning.
1959: Kevin Spacey, leikari
1964: Sandra Bullock, leikkona
1973: Kate Beckinsale, leikkona
1985: Gael Clichy, vinstri bakvörður Arsenal
Um dauðsföll og frekari upplýsingar; sjá þennan dag í sögunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Útlistun á VG
Rakst á þessa útlistun í commentakerfi Hans Haraldssonar. Datt í hug að lauma henni inn, en hún er eftir HH.
"VG eru hugmyndarfæðilega áttaviltir eftirlegusósíalistar sem vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Það er búið að kippa fótunum undan þeirra gömlu kennissetningum og þeim hefur ekki tekið að púsla neinu nýju saman ennþá. Þess vegna sitja þeir fastir í einhverskonar ruglingslegri blöndu af þjóðlegri íhaldssemi gagnvart leifum hafta- og biðstofuhagkerfisins, náttúrurómantík og ungæðislegri, hálf-anarkískri "róttækni" sem sérstaklega mótar hugmyndir þeirra um utanríkismál. Útkoman er sú að kerfiströllið Steingrímur J., skýjaglópurinn Ögmundur og ólæsu "róttæklingarnir" af krúttkynslóðinni halda að þeir séu í sama flokki."
En síðan má ekki gleyma því, að VG er fyrst og fremst femínískur flokkur, en sú stefna virðist vera mest ráðandi á þeim bænum. En ágæt skilgreining að öðru leyti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
Enn ein ekki-fréttin!
Jæja, ég býð mig fram í hlutverk James Bond. Ég er auðvitað tilvalinn í hlutverkið og er viss um, að þetta yrði pís of keik.
Nú, eftir þessa yfirlýsingu er ég nokkurn veginn viss um, að frétt þess efnis birtist á mbl.is á morgun, enda virðast hvaða aular sem er komast þarna inn í slúðurdálkana, jafnvel konur, sem eru ekki, að mínu mati, sérlega fallegar, en vilja verða Bond-stúlkur.
![]() |
Barist um Bond-hlutverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
Hver er sinnar kæfu smiður
sagði Laddi.
En greinilega var smiðurinn þarna fyrir norðan eitthvað annars hugar.
![]() |
Kæfa frá Kjarnafæði innkölluð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
Vinsældir
Þegar þetta er skrifað er umrædd frétt af fr. Spears mest lesna fréttin á mbl.is.
Í mínum huga er þetta hryggileg vísbending um Íslendinga. Ætlum við virkilega að verða eins shallow og Kanarnir, sem lepja fréttir af "stjörnunum" upp með morgunkorninu?
Og síðan skil ég ekki hvers vegna virðulegur miðill eins og mbl.is er stöðuglega að eltast við þessar partístelpur í Hollywood?
![]() |
Umtalað viðtal við Spears birt á föstudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)