Jagger, Bullock, Holland, Churchill, CIA = dagur í sögunni.

Margt merkilegt hefur gerst 26. júlí, en samt ekki svo voða mikið, í samanburði við suma aðra daga, og þó? 

1581 lýsti norðurhluti Niðurlanda yfir sjálfstæði frá Filippusi Spánarkóngi. Land það er betur þekkt sem Holland.
1778 verður New York ríki hluti af Bandaríkjum Norður Ameríku, 11. ríkið, til að hafa þetta nákvæmt.
1847 Líbería verður sjálfstætt ríki.
1887 Zamenhof kynnir nýtt alþjóðlegt tungumál, Esperanto.
1908 Saksóknari BNA skipar fyrir um ráðningu fólks í nýja stofnun, sem varð forveri FBI.
1934 Kanslari Austurríkis, Dollfuss, er myrtur. Nasistafnykur af málinu.
1944 Fyrsta V-2 eldflaug Þjóðverja fellur á London
1945  Verkamannaflokkur Bretlands kemst til valda eftir kosningasigur 5. júlí. Churchill hrekst frá völdum.
1947 Truman forseti BNA löggildir stofnun ýmissra stofnana, þám CIA.
1953 Fidel Castró ræðst á herstöð; kúbanska byltingin hefst.
1956 Nasser, leiðtogi Egyptalands, þjóðnýtir Súes-skurðinn og egnir til ófriðar.
1963 Syncom 2, fyrsti "alvöru" gervihnötturinn, fer í loftið.

osfrv.

 Fæddir:

1856: George Bernhard Shaw Nóbelsverðlaunahafi
1875: Carl Jung, geðlæknir.
1894: Aldous Huxley, rithöfundur
1908: Salvador Allende, forseti Chile
1922: Blake Edwards, kvikmyndaleikstjóri
1928: Francisco Cossiga, forseti Ítalíu, og Stanley Kubrick, leikstjóri.
1939: John Howard, forsætisráðherra Ástralíu
1943: Mick Jagger, söngvari Rúllandi steina og Roger Taylor í Queen.
1956: Dorothy Hamill, skautadrottning.
1959: Kevin Spacey, leikari
1964: Sandra Bullock, leikkona
1973: Kate Beckinsale, leikkona
1985: Gael Clichy, vinstri bakvörður Arsenal

Um dauðsföll og frekari upplýsingar; sjá þennan dag í sögunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband