Mánudagur, 30. apríl 2007
Tekur Bjarni Ármannsson við af Wolfowitz?
![]() |
Wolfowitz segist fórnarlamb ófrægingarherferðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Owen kominn aftur!
Jæja, Michael Owen er loksins kominn aftur á stjá eftir langvarandi meiðsli. En ekki byrjar það vel. Hann þarf að kljást við Reading!
Ég spái því að Brynjar Björn tækli hann all rosalega (löglega! Brynjar er heiðarlegur leikmaður) og Owen fari beint aftur á sjúkralistann.
Owen er samt heppinn. Hann gæti verið að spila gegn Fulham í kvöld. Heiðar færi nú létt með að senda þann litla beint aftur í sjúkraþjálfun.
![]() |
Ívar og Brynjar í liði Reading - Owen í byrjunarliði Newcastle |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Er ESB að framleiða fyllibyttur?
![]() |
Fleiri Svíar deyja áfengistengdum dauðdaga eftir inngöngu í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Reka Olmert! Ítrekun
Já, ég endurtek: Reka Olmert. Maðurinn getur ekki sinnt þessu hlutverki, hvorki í smáu né stóru. Með stuðning c.a. 5% þjóðarinnar trúi eg ekki að hann telji sér sætt í embætti, sem hann var í fyrsta lagi ekki einu sinni kosinn í, heldur tók að erfðum frá Ariel Sharon.
Olmert hefur valdið mér miklum vonbrigðum í embætti.
![]() |
Olmert á von á harðri gagnrýni fyrir innrásina í Líbanon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Kominn í netsamband að nýju
Úff, ekki vissi maður hvað netið er orðið stór hluti í lífi manns, fyrr en það dettur út.
Það var hér fyrir viku, að einhver snillingur lokaði fyrir símalínuna mína á skrifstofuna, en þá var semsagt verið að vinna í símkerfinu í húsinu. Og það tók sinn tíma að fá viðgerðarmann frá símanum, en það tókst. (Ég er með skrifstofu í húsinu á móti aðalstöðvum Símans). Hann tengdi línuna aftur inn og nú kemst ég á netið án þess að þurfa að fara á Billiard barinn eða niðrá BSÍ, þar sem ég hef setið merkilega lengi og oft upp á síðkastið.
En jæja, "can't beat the feelin'"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Samfóarnir læra seint
Nú ræðst fram ein helsta vonarstjarna Samfó og formaður ungkrata (ef ég man rétt). Hann leggur sitt fram í baráttunni og hvað er það? Persónulegt skítkast.
Kemur ekki á óvart. Þetta hefur verið norm kratanna, að kasta skít í frambjóðendur eða stuðningsmenn annarra flokka, dylgja um þá og karakter þeirra, (jafnvel rifja upp neikvæða atburði, sem eru löngu liðnir) eða verk þeirra, og tala síðan um nornaveiðar, kvenfyrirlitningu, karlrembu, osfrv, þegar menn dirfast að gagnrýna formann þeirra, Ingibjörgu Sólrúnu, og vilja ritskoða fréttir, sem eru neikvæðar fyrir flokkinn.
Og síðan eru þeir hissa á, að flokkurinn njóti ekki stuðnings þjóðarinnar og sé að fara niður í logum. Formaðurinn treystir ekki þingflokknum, Poliburoið treystir ekki flokksmönnum (sem fá ekki að ræða málin á landsfundinum!), og þjóðin treystir ekki formanninum. Er það eitthvað skrítið, þegar svona pólítík er rekin?
En "fyndið", að þeir sem duglegastir eru í gagnrýni á menn og málefni annarra, skuli ekki geta tekið gagnrýni sjálfir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Heimanmundur: útelt system
Þetta er auðvitað með ólíkindum, en greinilega eiga sumir í þriðja heiminum erfitt með að afleggja forna siðu, jafnvel þegar nútíminn með sinn nýmóðins hugsunarhátt hefur hafið innreið sína víðast hvar, þám á Indlandi.
Ég hef lesið mér töluvert til um ástandið á Indlandi, og þá er ég að "meina" samfélagsgerðina og þá gríðarlegu misskiptingu, sem þar á sér stað. Sumir hópar fólks eru gjörsamlega réttlausir, og eru ofurseldur grimmilegum örlögum.
Þetta dæmi er vísast ekkert einsdæmi, þó það sé etv dálítið grófara en víðast hvar.En það tekur á vandamáli, sem víða á sér stað á þessum slóðum og víðar, að konur séu nánast seldar í hjónaband og hafi ekkert að segja með, hver maki þeirra verði. Og þá skiptir félagsleg staða, ríkidæmi foreldra og svoleiðis atriði meira máli en persóna viðkomandi.
En ég hreinlega næ því ekki, hvers vegna konur þurfa að borga með sér í hjónaband, ekki síst á þessum slóðum, þar sem þær gera meira en að vinna fyrir "kaupinu" sínu. Til hvers þarf t.d. kona, sem eignast 8 börn á 9 árum, og eldar, þrífur og svo framvegis, að borga með sér í hjónaband?
Og þetta er landið, sem við viljum einna helst tengjast.
![]() |
Læst inni í herbergi í 15 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Svindl og svínari, eða...?
Það var síðasta vor, að Arsenal var í baráttunni við Tottenham, erkióvinana, um meistaradeildarsætið. Spurs var að spila við West Ham, sem fékk skyndilega vítaspyrnu og hver fór á punktinn? J'u, Teddy Sheringham, einn af dýrlingum Spurs stuðningsmanna og maðurinn sem sagði: "Ég hata Arsenal af ástríðu."
Jú, og síðan fylgdi á eftir lélegasta vítaspyrna ársins.
Þetta atvik var grunsamlegt, svo ekki sé meira sagt. En nú kemur Neville og verður það á að skora sjálfsmark, sem hjálpaði Manchester, uppeldisfélagi Nevilles.
En þótt Neville systurnar báðar geti stundum verið svolítið þreytandi, veit ég ekki betur en að þær hafi ætíð verið heiðarlegar. Því dettur mér ekki í hug, að Neville hafi gert þetta viljandi.
Ég vona þó, að einhver hér segi mér og get fært einhver rök fyrir því, að Sheringham sé heiðarlegur.
![]() |
Mourinho: Ber ekki slæmar tilfinningar til Neville |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Örvænting komin í Samfó
Jæja, þá. Nýr loforðlisti kortéri fyrir kosningar. Aldeilis að kratarnir eru orðnir örvinglaðir. Nú líður að kosningum og ekkert gengur. Eða ekki? Jú, flokksmenn kátir núna, því Samfó er komin yfir 20% í skoðanakönnunum. Litlu verður Vöggur feginn. Þetta er flokkurinn, sem fékk yfir 30% síðast.
En þetta er samt rétt hjá Samfó. Auðvitað á að fagna 20% fylginu, þetta er glæsilegur árangur og sigur fyrir flokkinn, miðað við að formaðurinn treystur ekki þingflokknum, þingflokkurinn treystir sennilega ekki hinum almenna flokksmanni (sem mátti ekki ræða málin á landsfundinum) og í ofanálag treystir þjóðin ekki formanninum, sem sér greinilega engan mun á hryðjuverkum og hernaðarátökum.
Í þessu ljósi er 20% fylgi bara nokkuð gott.
![]() |
Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Netlögga Samfylkingarinnar?
Í merkilegu Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins má m.a. lesa eftirfarandi:
Haft hefur verið orð á því, að grundvallarmunur hafi verið á landsfundum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks hafi verið lögð áherzla á, að hinn almenni landsfundarfulltrúi gæti tjáð sig og komið sjónarmiðum sínum á framfæri, hversu erfitt, sem það kunni að hafa verið fyrir flokksforystuna á köflum. Hins vegar hafi landsfundur Samfylkingar augljóslega verið skipulagður með þeim hætti, að sem minnstur tími væri til almennra umræðna. Þessi sýn á landsfundi þessara tveggja flokka er í samræmi við þá athyglisverðu lífsreynslu mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins, að ritstjórn netútgáfunnar varð fyrir þrýstingi af hálfu samfylkingarmanna um að taka út frétt um þær fátæklegu opnu umræður, sem þó fóru fram á landsfundi Samfylkingar! Undan þeim þrýstingi var ekki látið enda tilefnislaus en segir óneitanlega skrýtna sögu um flokkinn, sem boðar samræðustjórnmál.
Ja, voru það ekki m.a. kratar sem fóru í fararbroddi þeirra, sem hæddust að netlögguhugmynd Steingríms Joð, m.a. hér á blogginu? Hvað segja þeir nú? Nú má semsagt ekki benda á vitleysuna í starfsemi Samfylkingarinnar, þá fer netlöggan af stað. Ætli Samfó hafi lært þetta hjá vinum sínum í Íran, þar sem einmitt í dag var frétt um ritskoðun með svipuðum hætti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)