Svindl og svínari, eða...?

Það var síðasta vor, að Arsenal var í baráttunni við Tottenham, erkióvinana, um meistaradeildarsætið. Spurs var að spila við West Ham, sem fékk skyndilega vítaspyrnu og hver fór á punktinn? J'u, Teddy Sheringham, einn af dýrlingum Spurs stuðningsmanna og maðurinn sem sagði: "Ég hata Arsenal af ástríðu."

Jú, og síðan fylgdi á eftir lélegasta vítaspyrna ársins.

Þetta atvik var grunsamlegt, svo ekki sé meira sagt. En nú kemur Neville og verður það á að skora sjálfsmark, sem hjálpaði Manchester, uppeldisfélagi Nevilles.

En þótt Neville systurnar báðar geti stundum verið svolítið þreytandi, veit ég ekki betur en að þær hafi ætíð verið heiðarlegar. Því dettur mér ekki í hug, að Neville hafi gert þetta viljandi.

Ég vona þó, að einhver hér segi mér og get fært einhver rök fyrir því, að Sheringham sé heiðarlegur.

 


mbl.is Mourinho: Ber ekki slæmar tilfinningar til Neville
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að hvorki Teddy Sheringham eða Neville séu óheiðarlegir og Teddy aðallega bara slöpp vítaskytta....

Halldór Þormar (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband