Heimanmundur: útelt system

Þetta er auðvitað með ólíkindum, en greinilega eiga sumir í þriðja heiminum erfitt með að afleggja forna siðu, jafnvel þegar nútíminn með sinn nýmóðins hugsunarhátt hefur hafið innreið sína víðast hvar, þám á Indlandi.

Ég hef lesið mér töluvert til um ástandið á Indlandi, og þá er ég að "meina" samfélagsgerðina og þá gríðarlegu misskiptingu, sem þar á sér stað. Sumir hópar fólks eru gjörsamlega réttlausir, og eru ofurseldur grimmilegum örlögum.

Þetta dæmi er vísast ekkert einsdæmi, þó það sé etv dálítið grófara en víðast hvar.En það tekur á vandamáli, sem víða á sér stað á þessum slóðum og víðar, að konur séu nánast seldar í hjónaband og hafi ekkert að segja með, hver maki þeirra verði. Og þá skiptir félagsleg staða, ríkidæmi foreldra og svoleiðis atriði meira máli en persóna viðkomandi.

En ég hreinlega næ því ekki, hvers vegna konur þurfa að borga með sér í hjónaband, ekki síst á þessum slóðum, þar sem þær gera meira en að vinna fyrir "kaupinu" sínu. Til hvers þarf t.d. kona, sem eignast 8 börn á 9 árum, og eldar, þrífur og svo framvegis, að borga með sér í hjónaband?

Og þetta er landið, sem við viljum einna helst tengjast.


mbl.is Læst inni í herbergi í 15 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband