Netlögga Samfylkingarinnar?

AingibjorgÍ merkilegu Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins má m.a. lesa eftirfarandi:

Haft hefur verið orð á því, að grundvallarmunur hafi verið á landsfundum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks hafi verið lögð áherzla á, að hinn almenni landsfundarfulltrúi gæti tjáð sig og komið sjónarmiðum sínum á framfæri, hversu erfitt, sem það kunni að hafa verið fyrir flokksforystuna á köflum. Hins vegar hafi landsfundur Samfylkingar augljóslega verið skipulagður með þeim hætti, að sem minnstur tími væri til almennra umræðna. Þessi sýn á landsfundi þessara tveggja flokka er í samræmi við þá athyglisverðu lífsreynslu mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins, að ritstjórn netútgáfunnar varð fyrir þrýstingi af hálfu samfylkingarmanna um að taka út frétt um þær fátæklegu opnu umræður, sem þó fóru fram á landsfundi Samfylkingar! Undan þeim þrýstingi var ekki látið enda tilefnislaus en segir óneitanlega skrýtna sögu um flokkinn, sem boðar samræðustjórnmál.

Ja, voru það ekki m.a. kratar sem fóru í fararbroddi þeirra, sem hæddust að netlögguhugmynd Steingríms Joð, m.a. hér á blogginu? Hvað segja þeir nú? Nú má semsagt ekki benda á vitleysuna í starfsemi Samfylkingarinnar, þá fer netlöggan af stað. Ætli Samfó hafi lært þetta hjá vinum sínum í Íran, þar sem einmitt í dag var frétt um ritskoðun með svipuðum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

tökum Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 2 vikum fyrir kosningar með dálítilli varúð kæri Snorri

Sveinn Arnarsson, 29.4.2007 kl. 20:10

2 Smámynd: Snorri Bergz

Nú, af hverju? Heldurðu að Rvkbréfritari sé að segja ósatt? Reyndi ekki Samfó að kæfa lýðræðislega umræðu, fyrst á flokksþinginu og síðan aftur í Mogganum! :)

Jamm og jæja, sósíalíska eðlið kemur alltaf upp í þessum gömlu kommum fyrr eða síðar.

Snorri Bergz, 29.4.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband