Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Íran og "300"
Ég verð eiginlega að viðurkenna, að ég er sammála Írönum í því, að myndin sé sögulega séð tóm steypa. En hitt er svo annað mál, að óþarfi er að banna hana. Verri myndir hafa nú fengið sýningu, þ.e. myndir sem bera með sér enn meiri brenglaða sögu en þessi.
Ég er sjálfur mikill aðdáandi sögu Persaveldis og Íran, ef menn vilja kalla ríki þetta svo. Persar fortíðarinnar voru með mun háfleygari menningu en flest önnur ríki sögunnar, umburðarlyndir í garð minnihluta hópa, og víðsýnir í flestum málum. Í raun má segja, að vestræn samfélög nútímans hafi í mörgu líkst Persaveldi meira en t.d. Grikklandi hinu forma, sem við viljum þó gjarnan sækja rætur okkar til.
En að vísu ríkti alvaldur konungur í Persíu, en hann var gjarnan tilbúinn að taka tillit til sérþarfa smáþjóða í ríkinu. Hann var t.d., að mínu mati, engu meiri einræðisherra en t.d. Pútín, eða marghöfða skepnan í Brussel.
Og þar að auki, ef menn vilja bera saman Spörtu annars vegar og Persaveldi hins vegar, þá var það í Spörtu, að einræði og kúgun ríkti. Sparta var herveldi, þar sem allt snerist um her og hermennsku, og voru "þegnarnir", þ.e. bændur og aðrir sem Spartverjar réðu yfir, kúgaðir miskunnarlaust. Ég, með mína inngrónu andúð á her og hermennsku almennt, hefði t.d. frekar vilja alast upp í Persaveldi en í Spörtu, það er alveg á hreinu.
Því skil ég svosem vel, að Íranir séu óhressir með 300. En hafa ber í huga að núverandi stjórnvöld hafa gert margfalt meira í því, að smá minningu hinna fornu Persa, en nokkur annar, þar með talin umrædd mynd.
![]() |
Sendiráð Írans í Ósló vill banna sýningar á 300" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Sagnfræðingar fara víða!
![]() |
Pétur tekur við starfi hjá 365 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Aftökur
![]() |
Fjórar aftökur í Sádí Arabíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Britney; raunveruleg kona?
![]() |
Spears segir karlmenn ekki getað þegið ást raunverulegrar konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Íslandsmót framhaldsskólasveita
Menntaskólinn í Reykjavík er Íslandsmeistari framhaldsskólasveita, eftir tveggja umferða einvígi við Menntaskólann í Hamrahlíð, hið forna stórveldi.
Jæja, nú er af sem áður var; aðeins tveir skólar senda skáksveitir á Íslandsmót framhaldsskóla.
Ég var að rifja upp gömlu góðu dagana í gærkvöldi með Gunzó Verzlingi og ritstjóra www.skak.is. Hér forðum, meðan ég var formaður skákklúbbs MH (1985-1989) voru jafnan tugir sveita skráðar og aldrei færr en en 4 eða 5 frá MH. Einu sinni sendum við MHingar 9 sveitir til leiks, en það ku vera met. Þar kom m.a. fram frægt lið, G-sveit MH, sem var skipuð harðkjarna Alþýðubandalagsmönnum, en meðal þeirra voru Hrannar B. Arnarsson, Jón Þór Ólafsson heitinn, Steingrímur Ólafsson (báðir synir Óla komma), og einhver einn enn, kannski Hrannar muni hver þar átti í hlut. Kannski það hafi bara verið Helgi Hjörvar sjálfur? Og þessar níu sveitir MH lentu held ég allar frekar ofarlega. Þar oru margir skemmtilegir skákmenn, t.d. þeir félagar úr Álftamýrarskóla, Örn Valdimarsson (síðar á Viðskiptablaðinu), Brynjólfur Hjartarson lögfræðingur og liðsstjóri FRAM, fornir vinir mínir Sveinn Rúnar Eiríksson, þekktari sem briddsari, Ingi Þór Ólafsson, nú læknir, og fleiri.
Þá var skáklíf með blóma í MH og mikill skákáhugi, jafnvel meðal æðstu manna. Ég man, þegar ég fór inn til Örnólfs rektors Thorlacius og fór fram á skákáfanga í MH. Það var umsvifalaust samþykkt. Síðar, þegar aðallega var hleypt inn í MH eftir búsetu, fór ég upp á skrifstofu og fór sterklega fram á að fá tvo félaga úr skákinni, Sigurð Daða Sigfússon og Þröst Árnason, í skólann, þótt þeir væru búsettir í Seljahverfinu. "Eru þeir góðir" var spurt, og þegar ég sagði að þeir væru báðir miklu betri en ég, var þetta sjálfsagt mál, hefðu þeir áhuga á að koma. Já, þetta var í gömlu dagana.
Verzló sendi þrjár sveitir og þótti það gott á þeim bænum. Síðan voru helstu skólarnir með, Ármúli, MR, og fleiri. Þetta voru gömlu góðu dagarnir.
Ég man alltaf, þegar ég hringdi í Ólaf Hraunberg Ólafsson, skákstjóra, og sagði: MH verður a.m.k. með níu sveitir í mótinu. Hann hélt ég væri að plata sig, en þá sagði ég: Ok, ég skrái 10 sveitir. Hann féllst þá á að skrá níu, og skipti ég 10. sveitinni niður á hinar aftari, til að hafa varamenn ef einhverjir yrðu illa fyrir kallaðir eftir skemmtanastúss á föstudagskveldi.
En svona hafa tímarnir breyst. Nú þykir gott, jafnvel í MH, að ná einni sveit til leiks.
Því er mikil þörf, að mínu mati, að efla skákáhuga í skólum, eins og nú hefur verið ráðist í, m.a. fyrir tilverknað Hrafns Jökulssonar og félaga í Hróknum, Hellis og TR. Þeir fyrstnefndu þó aðsópsmestir á þeim vettvangi. Það er hreinlega hörmulegt að sjá, að þegar menn fari í menntaskóla, skuli þeir hætta að tefla (hafi þeir teflt áður!)
Skák | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Ævintýri að morgni dags: Hvar er miskunnsami Samverjinn?
Ég áttaði mig á því, þegar ég kom heim í gærkvöldi, að bíllinn var nánast bensínlaus. Ég hélt þó, að þetta myndi sleppa. Í morgun ætlaði ég á bensínstöðina við fyrsta hanagal, en náði ekki alla leið. Ég varð semsagt bensínlaus og það á frekar slæmum stað, á hliðargötu, sem er mikið notuð af rútum og fjölda einkabíla.
Ég reyndi að ýta bílnum úr alfaraleið, en gallinn var, að leiðin var dálítið upp í móti. Ég hamaðist og hamaðist, og reyndi að stöðva bíla sem óku hjá. Allir sáu að ég átti í erfiðleikum, en enginn stoppaði. Tveir voru þó svo "vinsamlegir" að vinka á móti og brosa. Ójæja, ég mátti ýta bílnum einn, og þegar ég komst ekki lengra, alveg við gatnamótin, þar sem leiðin lá niður á við, beint að bensínstöðinni, kom að kona á besta aldri, á leið heim eftir næturvakt. Hún stöðvaði og hjálpaði mér við að þoka bílnum yfir erfiðasta hjallinn og á beinu brautina.
Það tók c.a. 25-30 sekúndur hámark. Greinilegt að karlmennirnir, sem óku hjá, voru of fínir eða latir til að ljá vegfarandi nokkrar sekúndur. Það versta var, að bíllinn skapaði hættu, þar sem hann var staddur. Jafnvel maður frá Öryggismiðstöðinni ók hjá tvisvar án þess að stoppa. Greinilega að fólk á þeim bæ gætir aðeins öryggis samborgaranna þegar þeir borga fyrir greiðann.
Mér finnst þetta lásí. Er þetta það Ísland sem við viljum? Miskunnsami Samverjinn greinilega víðsfjarri um þessar mundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Samfó að missa sunnanvindinn
Jæja, sterkasta vígi Samfó er fallið. Suðurlandið komið heim. En skrítið finnst manni, að Framsókn skuli jafnvel vera á niðurleið í Suðurkjördæmi!
Samfylkingin missir tvo menn á Suðurlandi, Framsókn einn og Frjálslyndir einn.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi því fimm kjördæmakjörna þingmenn í kjördæminu, Samfylkingin fengi 2 þingmenn og Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir fengju einn þingmann hvor flokkur. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Samfylkingin 4 kjördæmakjörna þingmenn í kjördæminu, Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrjá, Framsóknarflokkurinn hefur tvo og Frjálslyndi flokkurinn einn.
Jæja, svona er þá staðan. Gaman að þessu!
![]() |
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins - stjórnin bætir við sig fylgi!
Jæja, tók þetta af www.visir.is
Samfylkingin og Vinstri græn eru nánast með jafnt fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 20,3 prósent segjast myndu kjósa Samfylkingu en 19,7 prósent segjast myndu kjósa Vinstri græn. Miðað við þetta fengi Samfylking fjórtán menn kjörna á þing en Vinstri græn þrettán.
Formenn flokkanna tveggja eru báðir bjartsýnir. Þetta er ágætis útkoma hjá okkur. Við erum á uppleið aftur miðað við síðustu mælingu. Vonbrigðin eru þau að of miklar líkur eru á því að ríkisstjórnin haldi velli því að kraftarnir dreifast svo mikið. Það er stemning fyrir breytingum í vor," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.
Ég er sannfærð um að Samfylkingin er á mikilli siglingu, ég hef fundið það bæði á fólki og í landshlutakönnunum sem gerðar hafa verið, þannig að ég held að þessi könnun sé bara undantekningin sem sannar regluna," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Sjálfstæðisflokkur mælist enn sem áður stærsti flokkurinn og segjast nú 41,2 prósent myndu kjósa flokkinn. Hann fengi því 29 þingmenn kjörna.
Framsókn bætir svolítið við sig og mælist fylgi flokksins nú 10,4 prósent og hann fengi sjö þingmenn kjörna. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokksmenn hafa haft fylgisaukningu sterkt á tilfinningunni. Þetta er í samræmi við þróun í skoðanakönnunum fyrir réttum fjórum árum. Mér finnst á þessu að fylgið sé farið að koma fram." Í könnun Fréttablaðsins 24. apríl 2003 mældist Framsóknarflokkurinn með 12,8 prósenta fylgi.
Fylgi annarra flokka mælist innan við fimm prósent og er þeim því ekki úthlutað þingsæti. 4,0 prósent segjast myndu kjósa Íslandshreyfinguna, 3,2 prósent styðja Frjálslynda flokkinn og 1,2 prósent styðja Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja.
Jæja, vinstri stjórn í pípunum? Einmitt það já. Sósíalistaflokkarnir ekki að meika það. Sjálfstæðisflokkur með 29 þingmenn og Framsókn sjö. Hvað segja kommar og afturhaldskommar nú?
Auðvitað er þessi könnun ekki viðurkennt af sumum, en jæja, skoðanakönnun fyrir því. Sjálfstæðisflokkurinn virðist nú vera að festa sig í yfir 40% fylgi í skoðanakönnunum. Það veit á gott. Og Framsókn að koma til baka.
Og Frjálslyndir og Íslandshreyfingin koma ekki manni inn!
En stjórnin fær a.m.k. aukinn þingstyrk, kjósi stjórnarflokkarnir að starfa saman áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Verður Bill Clinton farandsendiherra?
Ok, en fyrir hverja? Hustler og Playboy? Ok, þetta var óþarfi!
En nú er kosningabaráttan kominn í full swing. Hillary Clinton og Barúk Ósama eru líklegust til að hljóta útnefningu Demókrataflokksins. Guiliani og McCain ku berjast um útnefningu Repúblikana. Persónulega spái ég, að Hillary og Guiliani mun berjast um forsetaembættið (eða vona það amk). Þá er mér eiginlega sama hvor sigrar, en myndi þó sjálfur kjósa Hillary, hefði ég kosningarétt í USA, ekki af því að hún sé endilega betri kandidat en Guiliani (sem ég hef mætur á), heldur af því að með í pakkinum kemur eiginmaður hennar, William Jefferson.
Ok, mér fannst Bill Clinton vera ágætis forseti. Það voru ýmiskonar "aukamál", sem einkum settu svip sinn á forsetatíð hans, en ekki hin eiginlegu embættisverk hans.
Ég var einmitt starfandi um stundarsakir hjá bandarískri alríkisstofnun þegar Lewinsky málið kom upp. Um það var mikið rætt á kaffistofum og kaffiteríum bandaríska ríkisins, og sýndist þar sitt hverjum. Flestir voru þó sammála um, að Clinton hefði staðið sig vel í embætti, en ágreiningurinn stóð um ímynd hans og persónu í kjölfar ásakana um framhjáhald og fleira svoleiðis.
Ég lenti reyndar í töluverðu veseni þarna úti vegna þess, að ég þótti ekki nógu PC (politically correct). Ég sagði brandara stöku sinnum um Lewinsky málið, og það mátti víst ekki. M.a. kom þessi, þegar ég drakk þetta ógeðslega instant kaffi í kaffistofu The Center for Advanced Holocaust Studies: "This coffee is like a cigar: It's better than nothing, but not as good as the real thing." Ég var þá kallaður inn til sjéffsins og beðinn að hafa mig hægan. Ég reyndi, en það gekk ekki alveg. En persónulega fannst mér þetta mál vera fáránlegt allt saman. Auðvitað á forsetinn að hegða sér skikkanlega, en mér fannst of mikið gert úr þessu. Þá fannst mér Hillary vera "bitch", en álit mitt á henni hefur aukist verulega síðan þá.
Bandaríski demókrataflokkurinn er, að mörgu leyti, mjög nálægt Sjálfstæðisflokknum í stefnumálum, og mun nær en t.d. Repúblikanaflokkurinn. Það er því ekki hægt að segja, að þar fari einhver sósíaldemókrataflokkur, enda eru viðmiðin milli hægri og vinstri öðruvísi í USA en víðast hvar annars staðar.
En aftur að William Jefferson Clinton. Ég efast ekki um, að hann gæti orðið góður farandsendiherra. Hann gæti t.d. miðlað málum í deilum á alþjóðavettvangi, þeas ef USA vill halda áfram að starfa sem alheimslögga. Hann nýtur virðingar víðast hvar í heiminum, kemur vel fyrir og er hrifinn af SS pulsum.
Auðvitað myndu einhverjir nöldra: Aha, forsetinn að búa til starf fyrir eiginmanninn, en ég held þó, að fáir muni nenna að standa í slíku til lengdar, enda þarf William ekki á starfi að halda, enda ku hann hafa ágætis eftirlaun og fær vel greitt fyrir hvern fyrirlestur, sem hann heldur.
Að mínum dómi verður forsetaparið Hillary og William Clinton besti kostur Bandaríkjamanna í komandi forsetakosningum.
![]() |
Vill nýta vinsældir Clintons til að bæta ímynd Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. apríl 2007
Lélegt
Maður hefði haldið, að BA væri merkilegra flugfélag en þetta. En svo er greinilega ekki.
En merkilegt að BA hafi landað díl við Bond-framleiðendur í Die Another Day, en Virgin haft af þeim auglýsinguna í Casino Royale. Þetta minnir dálítið á, þegar Stöð 2 keypti enska boltann og "stal" honum þarmeð frá RUV, og síðan Skjár 1 frá Stöð 2 / Sýn og þeim öllum.
Með hverjum ætli Bond ferðist með í næstu mynd? Spurning hvort Icelandair geti ekki laumað sér þarna inn?
![]() |
Richard Branson ekki í Casino Royale um borð í vélum British Airways |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)