Samfó að missa sunnanvindinn

imagesCAJGRPXXJæja, sterkasta vígi Samfó er fallið. Suðurlandið komið heim. En skrítið finnst manni, að Framsókn skuli jafnvel vera á niðurleið í Suðurkjördæmi!

Samfylkingin missir tvo menn á Suðurlandi, Framsókn einn og Frjálslyndir einn.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi því fimm kjördæmakjörna þingmenn í kjördæminu, Samfylkingin fengi 2 þingmenn og Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir fengju einn þingmann hvor flokkur. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Samfylkingin 4 kjördæmakjörna þingmenn í kjördæminu, Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrjá, Framsóknarflokkurinn hefur tvo og Frjálslyndi flokkurinn einn.

Jæja, svona er þá staðan. Gaman að þessu!


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sæll Snorri...Þú verður nú að fara rétt með Sjá

"Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Samfylkingin 4 kjördæmakjörna þingmenn" Þetta er einfaldlega rangt Samfó er með 3 kjördæmakjörna og einn í uppbót. Þú verður að lesa fréttirnar gagnrýnni augum... ekki síst ef þú leitar moggans með "upplýsingarnar" og mátt nú ekki apa upp vitleysuna eftir þeim.

En kannski eru þetta bara taktarnir hjá Sjálfstæðinu - Kv.Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 17:11

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ég vitnaði nú bara beint í Moggann. Ég man ekki hvar allir eru með þingmenn. Auðvitað átti ég að muna Samfóþingmennina, þeir eru nú ekki það margir

En ef Samfó fær bara 2, missir hún tvo. En kannski nær Samfó uppbótarþingmanni í suðri? Hver veit?

En viðbrögð þín segja nú allt sem segja þarf: "En kannski eru þetta bara taktarnir hjá Sjálfstæðinu"! Hvaða taktar? Að vitna beint í Moggann? Já, það hefur verið siður margra, mjög lengi. Ekki síst sósíalista, sem hafa vitnað manna mest í Moggann.

Voðalega eru menn "tense" þessa dagana? Getur það verið vegna fylgistaps?

Snorri Bergz, 22.4.2007 kl. 17:34

3 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Þetta er auðvitað mögnuð könnun og gjörsamlega fáránlegt að sá fingralangi í öðru sætinu sé að fá svona mikið fylgi. 

Sveinn Arnarsson, 22.4.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband