Ævintýri að morgni dags: Hvar er miskunnsami Samverjinn?

Ég áttaði mig á því, þegar ég kom heim í gærkvöldi, að bíllinn var nánast bensínlaus. Ég hélt þó, að þetta myndi sleppa. Í morgun ætlaði ég á bensínstöðina við fyrsta hanagal, en náði ekki alla leið. Ég varð semsagt bensínlaus og það á frekar slæmum stað, á hliðargötu, sem er mikið notuð af rútum og fjölda einkabíla.

Ég reyndi að ýta bílnum úr alfaraleið, en gallinn var, að leiðin var dálítið upp í móti. Ég hamaðist og hamaðist, og reyndi að stöðva bíla sem óku hjá. Allir sáu að ég átti í erfiðleikum, en enginn stoppaði. Tveir voru þó svo "vinsamlegir" að vinka á móti og brosa. Ójæja, ég mátti ýta bílnum einn, og þegar ég komst ekki lengra, alveg við gatnamótin, þar sem leiðin lá niður á við, beint að bensínstöðinni, kom að kona á besta aldri, á leið heim eftir næturvakt. Hún stöðvaði og hjálpaði mér við að þoka bílnum yfir erfiðasta hjallinn og á beinu brautina.

Það tók c.a. 25-30 sekúndur hámark. Greinilegt að karlmennirnir, sem óku hjá, voru of fínir eða latir til að ljá vegfarandi nokkrar sekúndur. Það versta var, að bíllinn skapaði hættu, þar sem hann var staddur. Jafnvel maður frá Öryggismiðstöðinni ók hjá tvisvar án þess að stoppa. Greinilega að fólk á þeim bæ gætir aðeins öryggis samborgaranna þegar þeir borga fyrir greiðann.

Mér finnst þetta lásí. Er þetta það Ísland sem við viljum? Miskunnsami Samverjinn greinilega víðsfjarri um þessar mundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband