Íran og "300"

Ég verð eiginlega að viðurkenna, að ég er sammála Írönum í því, að myndin sé sögulega séð tóm steypa. En hitt er svo annað mál, að óþarfi er að banna hana. Verri myndir hafa nú fengið sýningu, þ.e. myndir sem bera með sér enn meiri brenglaða sögu en þessi.

Ég er sjálfur mikill aðdáandi sögu Persaveldis og Íran, ef menn vilja kalla ríki þetta svo. Persar fortíðarinnar voru með mun háfleygari menningu en flest önnur ríki sögunnar, umburðarlyndir í garð minnihluta hópa, og víðsýnir í flestum málum. Í raun má segja, að vestræn samfélög nútímans hafi í mörgu líkst Persaveldi meira en t.d. Grikklandi hinu forma, sem við viljum þó gjarnan sækja rætur okkar til.

En að vísu ríkti alvaldur konungur í Persíu, en hann var gjarnan tilbúinn að taka tillit til sérþarfa smáþjóða í ríkinu. Hann var t.d., að mínu mati, engu meiri einræðisherra en t.d. Pútín, eða marghöfða skepnan í Brussel.

Og þar að auki, ef menn vilja bera saman Spörtu annars vegar og Persaveldi hins vegar, þá var það í Spörtu, að einræði og kúgun ríkti. Sparta var herveldi, þar sem allt snerist um her og hermennsku, og voru "þegnarnir", þ.e. bændur og aðrir sem Spartverjar réðu yfir, kúgaðir miskunnarlaust. Ég, með mína inngrónu andúð á her og hermennsku almennt, hefði t.d. frekar vilja alast upp í Persaveldi en í Spörtu, það er alveg á hreinu.

Því skil ég svosem vel, að Íranir séu óhressir með 300. En hafa ber í huga að núverandi stjórnvöld hafa gert margfalt meira í því, að smá minningu hinna fornu Persa, en nokkur annar, þar með talin umrædd mynd.


mbl.is Sendiráð Írans í Ósló vill banna sýningar á „300"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

vá, í fyrsta sinn erum við held ég alveg sammála ég tek undir allt í þessum pistli

halkatla, 24.4.2007 kl. 12:32

2 Smámynd: Snorri Bergz

Leiðrétting Anna Karen: við vorum held ég sammála amk einu sinni áður, þegar þú fékkst hláturskast út af einhverju bulli sem ég skrifaði.

Snorri Bergz, 24.4.2007 kl. 12:37

3 Smámynd: Vilhelm Smári Ísleifsson

Ég held reyndar að fæstir stjórnmálamenn geri sér grein fyrir því að kvikmyndin 300 er byggð á samnefndri myndasögu Frank Miller, en hann hreifst sjálfur mjög af sögunni um bardagann við Laugaskarð, kryddaði hana aðeins til og gerði hana að myndasögu.

Vilhelm Smári Ísleifsson, 24.4.2007 kl. 12:51

4 identicon

" Ég verð eiginlega að viðurkenna, að ég er sammála Írönum í því, að myndin sé sögulega séð tóm steypa. "

Ef þú myndir kynna þér þetta aðeins betur myndir þú vita að hún á engan vegin að vera það. Myndin er gerð eftir teiknimyndasögu, sama gaur og skrifaði Sin city tildæmis, Enda er greinileg tenging á milli beggja mynda. Maðurinn heitir Frank Miller.

axel (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 12:53

5 identicon

Frank Miller viðurkenndi að myndin og teiknimyndasagan ætti að vera áróður. Finnst nú ansi hallærislegt samt ef á að banna sýningu á myndinni. Hollywood hefur sjaldan verið þekkt fyrir réttar lýsingar á sögulegum staðreyndum.

http://www.telegraph.co.uk/news/main.jhtml?xml=/news/2006/02/15/wbats15.xml&sSheet=/news/2006/02/15/ixworld.html

Maggi (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 13:02

6 Smámynd: Snorri Bergz

Jájá, en myndin er sögulega séð tóm steypa fyrir því.

Snorri Bergz, 24.4.2007 kl. 13:04

7 Smámynd: halkatla

hahaha svo vorum við aftur sammála áðan!!! á blogginu hjá Ellý þulu, við líkjum henni bæði við sex and the city á sitthvorri færslunni - ég varð bara að láta þig vita

halkatla, 24.4.2007 kl. 18:16

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Það virðist nú bara vera í tísku að banna allt og alla.  Sá viðtal við nokkra leikara úr myndinni sem allir sögðu að Spartverjar hefðu verið miklir lýðræðissinnar.  Kannski eiga USA og Sparta margt sameiginlegt.

Björn Heiðdal, 24.4.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband