Sunnudagur, 15. apríl 2007
Hringekjan
Jæja, D og VG skiptast á fylgi með reglulegum hætti í síðustu skoðanakönnunum. Og í fyrsta skipti lengi er Samfó að meika það. Flokkurinn er nú kominn yfir Campari-fylgið.
En hvað segja þeir rauðskallaumhverfisbræður, Steingrímur og Ómar, núna?
![]() |
Fylgi VG minnkar samkvæmt nýrri könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. apríl 2007
Þegar öll sund eru lokuð!
Hér sit ég venju samkvæmt á kaffi BSÍ og dúlla mér. Hér situr líka annar fastagestur, gamall kommi að norðan, eldrauður að upplagi. En hann er eins og margir aðrir "kommar", skemmtilegur í samræðum, þó ekki sé maður alltaf sammála honum. Já, þetta er sami maður og líkti Magnúsi Þór við 14-2 ósigurinn gegn Dönum.
Hann sýndi mér áðan plagg nokkurt, sem hann hafði sett saman, þar sem hann kom með tillögur að breyttri skattalöggjöf. Þegar ég spurði hann hverju þetta sætti, sagði hann: "Þegar öll sund eru lokuð, leitar maður á náðir skynseminnar"!
Ójá, þetta plagg er álíka hægrasinnað og það sem Heimdallur hefur lagt fram. Ég var sammála hverju orði þarna. En a.m.k er það rétt, sem gamli komminn sagði, að þegar öll sund eru lokuð, leita menn á náðir skynseminnar og finna hana aðeins hægra megin við miðju.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. apríl 2007
Vinir geitarinnar opna útibú á Íslandi!
Jæja, frændi minn nokkur, fjarskyldur að vísu, þrammaði inn á skákhöllina Faxafeni í gær, settist að með látum í eldhúsinu, og hóf að reka pólítískan áróður og jafnframt að fá menn til að skrifa undir stuðningslista við framboð Frjálslynda flokksins í Rvk.
Mér fannst þetta illa gert hjá karli. Hingað til hafa menn látið vera að reka pólítískan áróður á skákstað eða á íþróttakappleikjum, enda eiga íþróttir og skák að vera yfir slíkt hafin. En sumir vorkenndu karlinum og skrifuðu undir, aðrir til að friða hann og sumir kannski til að styðja málstað útlendinga, enda er litaður maður í fyrsta sæti á öðrum Reykjavíkurlistanum.
En verra var, að hann hafði slíkan hávaða í frammi, að manni þótti nóg um. Ég hef aldrei heyrt annan eins hávaða á skákstað og þarna í gær. Hann orsakaði því hávaðatruflun og var að reka áróður. Nei, takk. Frambjóðandi þessi hjá FF braut reglur. En ég var enn í BSÍ gírnum, þegar ég hafði séð, þegar hringt var í lögreglu og kvartað yfir óróasegg, sem síðan var fjarlægður af löggunni. Ég gekk því að og sussaði á menn, og sagði við karl þennan, og reyndi að líta út fyrir að vera reiður. "Heyrðu góði, ef þú verður ekki stilltur hringi ég á lögguna og læt fjarlægja þig".
Ég veit ekki af hverju, en þetta dugði. Karlinn snarhljóðnaði. Sægreifinn var því gripinn sem þorskur á þurru landi.
Álit mitt á Frjálslynda flokknum var ekki mikið fyrir. Það hefur nú minnkað. Þessi gaur er reyndar ágætis náungi svosem, en virðist hafa sprengt nokkrar perur við að ganga í FF.
Ég hef áður sagt, að burtséð frá stefnumálunum, hafa Frjálslyndir verið óheppnir með frambjóðendur. Í Reykjavík eru tveir trúðar í efstu sætunum, svo dæmi sé tekið. Þessi fólki treysti ég alls ekki til að hafa neitt með stjórn landsins að gera, allra síst Magnúsi Þór.
En að lokum; "Vinir geitarinnar" hafa ekki aðeins opnað útibú á Íslandi, heldur farið í framboð. Þeir vilja frekar geitur en Freud - eins og sést vel á framboðslistum flokksins, amk í Reykjavík.
![]() |
Vinir geitarinnar hafna Freud |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 14. apríl 2007
Samfylkingin áfram í stjórnarandstöðu
Samfylkingin segist aðeins ætla í ríkisstjórn á eigin forsendum. Hvernig getur þriðji stærsti flokkurinn sett svona skilyrði?
Ef Samfó fer í stjórn, verður það fyrst og fremst á forsendum Sjálfstæðisflokks eða VG. Ergo: vilji Samfó í stjórn, er spurningin aðeins sú, hvort flokkurinn vilji vera hækja til hægri eða vinstri. Það er gjarnan hlutverk smáflokkanna. Hafa ber í huga, að Samfó er núna með svipað fylgi og Framsókn hafði í síðustu kosningum!
Eða kannski er bara ekkert að marka Árna Pál Árnason, þegar hann heldur þessu fram?
P.S. Og hafa ber í huga, að í næstu skoðanakönnun hlýtur Samfó að tapa enn, eftir skammarlega hegðun Kristrúnar Heimisdóttur í Kastljósinu. Samfó hlýtur að falla niðrí þriggja bjóra fylgið.
![]() |
Samfylking fari einungis í stjórn á eigin forsendum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 14. apríl 2007
Kasparov handtekinn
Jæja, þetta kemur nú ekki á óvart. Kasparov gengur hér fram og heldur mótmælafund í einræðisríki. Niðurstaðan var fyrirsjáanleg.
En hvað ætli rússneskir skákmenn segi nú? Ætli nokkur þeirra verði nógu hugaður til að mótmæla þessu?
Og hvað ætli skákmenn utan Rússlands segi nú, eða FIDE?
En fyrir hönd lélegra íslenskra skákmanna vil ég formlega mótmæla þessu. Gamla Sovét er komið aftur, bara undir nýjum formerkjum.
(Mynd: við strákarnir í Moskvu 2003: sýnist Björn Ívar Karlsson vera lengst til vinstri, síðan ég, og lengst til hægri er Uglan sjálf. En ef ég man rétt og sé nógu skýrt á myndina, þá sýnist mér einhver ganga vera þarna í bakgrunninum, í miðborg Moskvu).
![]() |
Garrí Kasparov handtekinn í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 14. apríl 2007
Löggan mætt á BSÍ
Morgnarnir á BSÍ eru ekki alltaf tíðindalausir. Stundum kemur fyrir, að vafsamir karakterar vaði hingað inn og valdi truflun. Yfirleitt er þá um blindfulla eða dópaða einstakleinga að ræða.
Sumir þeirra, sem eru með ólæti, láta sér segjast þegar starfsfólkið sussar á þá. En sumir ekki. Hér var eitt sinn gaur, sem lét sér ekki segjast. Hann var svo út úr heiminum, að hann ætlaði að skemma tölvuna mína, því ég væri að "taka pláss". Þá neyddist ég til að rjúka á fætur og þenja kassann, og fara ógnandi að gauknum, sem lúffaði.
En síðan kom löggan og þurfti að beita maze til að róa kauða. Urðu hér nokkuð hörð slagsmál, en löggan vann að lokum. Hér í morgun kom löggan til að hafa afskipti af náunga, sem hér sat. Hann fór þó með þeim út í bíl með góðu, en starfsfólkið hafði reynt að vísa honum út, en hann ekki hlýtt.
En eftir öll þessi skipti, sem ég hef orðið vitni að handtöku eða afskiptum löggunnar, verð ég að segja, að þar hefur fyllsta fagmennska ráðið ferð. Takk!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 14. apríl 2007
Eurovision
Jæja, þetta byrjar ágætlega. Spekingarnir voru frekar jákvæðir í garð þessara fyrstu laga.
Eiríkur stóð sig vel í þættinum, eins og venjulega. Daninn kom ferskur inn, en norsarinn var svoldið þvingaðri, en kemur vísast sterkur inn næst.
En alltaf hef ég gaman að finnska evróvision-expertnum, Íslandsvininum margfræga. Hann getur þulið upp alls konar fróðleik eins og maður sé að googla hann.
Af þessum lögum sem sýnd voru í gær (missti reyndar af þeim síðustu) var ísraelska lagið síst. Mér finnst svona músík leiðinleg, burtséð frá innihaldinu.
Og Eiki rokkar. Þetta er svona músík sem maður fílar. Týndur Valentine og Hvít-rússneska lagið voru best í gær, að mér fannst.
Ég er þó ekki viss um, að Eiríkur komist áfram, en vona það þó. Málið er, að allt of margar þjóðir Suður- og Austur Evrópu hafa öðruvísi tónlistarsmekk en við og nágrannar vorir. Við verðum hreinlega að treysta á 12 stig frá frændum vorum við Atlantshafið.
![]() |
Eiríkur fékk næstum fullt hús stiga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 13. apríl 2007
Meðbyr með Frjálslyndum?
6,1% atkvæða! Er það meðbyr?
Ok, áður en ég sá þetta viðtal, hélt ég að álit mitt á Magnúsi 14-2 gæti ekki farið neðar. En það tókst.
![]() |
Magnús Þór: Erum lykillinn að falli ríkisstjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 13. apríl 2007
Glæsilegur árangur Samfó
18% fylgi. Nú hlýtur sælubros að vera á Samfó-mönnum víða um lönd. Glæsilegt. Bara innan við 2% fall frá síðustu könnun. En úr því Ingibjörg talaði á landsfundinum, hlýtur fylgið að minnka enn í næstu könnum.
Allt meira en 15% í næstu könnun hlýtur að teljast sigur fyrir Samfó.
![]() |
Fylgi Samfylkingar minnkar enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. apríl 2007
Frasapólítík Samfó
Þetta skrifa ég sérstaklega til heiðurs vini mínum Benedikti Jónassyni!
Ég var að lesa eftirfarandi:
Er að hlusta á Össur í hádegisviðtalinu. Maðurinn er bara ekki í lagi. Horfið á þetta á visir.is gaurinn er bara á einhverju örvandi. Skildi hann hafa komist í lyfin hérna hjá mér? Enn er hann að röfla um þetta með Geir og sætustu stelpuna. Ekki vill hann samt útiloka samstarf við D ef þeir fari að míga utan í S, skil bara ekki hvernig maðurinn getur talað svona. Það er ekki heil brú í þessu.
Ok, svona er þetta. Verð að vera sammála. Samfylkingin virðist bara hafa tvenns konar pólítík:
1. Umræðupólítík. Setja allt í nefndir og ræða málin fram og til baka, og ekkert kemst í framkvæmd
2. Frasapólítík: Endurtaka alltaf sömu frasana í von um að fólk fatti ekki að hversu flokkurinn er málefnafátækur.
Og síðan eru Samfó-liðar hissa að flokkurinn sé að fara niður í logum? En ég verð að viðurkenna, að ég hélt að Össur væri yfir svona frasapólítík hafinn. Ég hafði greinilega á röngu að standa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)