Vinir geitarinnar opna útibú á Íslandi!

piratesJæja, frændi minn nokkur, fjarskyldur að vísu, þrammaði inn á skákhöllina Faxafeni í gær, settist að með látum í eldhúsinu, og hóf að reka pólítískan áróður og jafnframt að fá menn til að skrifa undir stuðningslista við framboð Frjálslynda flokksins í Rvk.

Mér fannst þetta illa gert hjá karli. Hingað til hafa menn látið vera að reka pólítískan áróður á skákstað eða á íþróttakappleikjum, enda eiga íþróttir og skák að vera yfir slíkt hafin. En sumir vorkenndu karlinum og skrifuðu undir, aðrir til að friða hann og sumir kannski til að styðja málstað útlendinga, enda er litaður maður í fyrsta sæti á öðrum Reykjavíkurlistanum.

En verra var, að hann hafði slíkan hávaða í frammi, að manni þótti nóg um. Ég hef aldrei heyrt annan eins hávaða á skákstað og þarna í gær. Hann orsakaði því hávaðatruflun og var að reka áróður. Nei, takk. Frambjóðandi þessi hjá FF braut reglur. En ég var enn í BSÍ gírnum, þegar ég hafði séð, þegar hringt var í lögreglu og kvartað yfir óróasegg, sem síðan var fjarlægður af löggunni. Ég gekk því að og sussaði á menn, og sagði við karl þennan, og reyndi að líta út fyrir að vera reiður. "Heyrðu góði, ef þú verður ekki stilltur hringi ég á lögguna og læt fjarlægja þig".

Ég veit ekki af hverju, en þetta dugði. Karlinn snarhljóðnaði. Sægreifinn var því gripinn sem þorskur á þurru landi.

xfÁlit mitt á Frjálslynda flokknum var ekki mikið fyrir. Það hefur nú minnkað. Þessi gaur er reyndar ágætis náungi svosem, en virðist hafa sprengt nokkrar perur við að ganga í FF.

Ég hef áður sagt, að burtséð frá stefnumálunum, hafa Frjálslyndir verið óheppnir með frambjóðendur.  Í Reykjavík eru tveir trúðar í efstu sætunum, svo dæmi sé tekið. Þessi fólki treysti ég alls ekki til að hafa neitt með stjórn landsins að gera, allra síst Magnúsi Þór.

En að lokum; "Vinir geitarinnar" hafa ekki aðeins opnað útibú á Íslandi, heldur farið í framboð. Þeir vilja frekar geitur en Freud - eins og sést vel á framboðslistum flokksins, amk í Reykjavík.

 


mbl.is Vinir geitarinnar hafna Freud
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Freud þyrfti að flengja ansi marga til þess að bjarga Íslandi...

halkatla, 15.4.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband