Fimmtudagur, 29. mars 2007
Alcoa hatturinn
![]() |
Alcoa tekur ofan fyrir Alþingi vegna stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Suðurlandsvegur og næsti samgönguráðherra
Jæja, ég hef nú lítt verið hrifinn af Sturlu Bö, og það af ýmsum ástæðum. Ein af þeim er persónuleg, og gæti Vilhjálmur postdoc vísast rætt það mál betur, kæri hann sig um.
En Sturla er þó alls ekki alslæmur og hefur, þrátt fyrir allt, marga ágætis hæfileika og margar ágætis skoðanir.
Breikkun Suðurlandsvegar er auðvitað bráðnauðsynlegt. Ég hef t.d. horft með hryllingi á, þegar er verið að grafa rándýr jarðgöng fyrir fámennan hóp, meðan göng undir Hellisheiði hafa ekki einu sinni verið alvarlega rædd.
Ég tel strax fram, að ég er Árnesingur í móðurætt, og Skaftfellingur í föðurætt. Ég hef því eðli málsins samkvæmt sterkar taugar til þessa svæðis og vil hag þess sem mestan og bestan.
Við upphaf 20. aldar voru uppi hugmyndir um, að efla byggð og starfsemi í Árnessýslu, sem að mínum dómi er besta landbúnaðarhérað landsins. Þær hugmyndir komu jafnframt vel, að leggja járnbraut frá Reykjavík og austur fyrir fjall. Ástæðurnar eru okkur í dag mjög skiljanlegar, þó þingmenn hafi gert sér ljóst, að slíkt fyrirtæki yrði ætíð rekið með tapi. En hugsunin var góð. Það þarf að efla samgöngur milli Árnessýslu (já, og alls Suðurlandsundirlendisins) við höfuðborgarsvæðið.
Minn draumur er, að koma á meira eða minna samfelldri byggð frá Selfossi og suður til E/S þorpanna á næstu c.a 30 árum. Þar myndi rísa þéttbýliskjarni með c.a. 25.000 íbúum, svipaðrar stærðar og Hafnarfjörður og Kópavogur. Og þar gætu einnig búið margir, sem starfa á höfuðborgarsvæðinu (margir gera það reyndar þegar!) og það taki ekki nema hámark hálftíma að keyra í "bæinn", og þá helst um Hellisheiðargöng, sem næðu á milli Hveragerðis og c.a. fyrir neðan Skíðaskálabrekkuna. Og síðan væri 2+2 vegur alla leið inn að Rauðavatni.
En er þetta raunhæft markmið? Eða er jafnvel 2+2 gerð Suðurlandsvegar mögulegur?
Í fyrsta lagi fer þetta mikið eftir því, hvaða ríkisstjórn verður við völd á næsta kjörtímabili. Ég einhvern veginn sé ekki fyrir mér að VG muni samþykkja einkalagningu slíkrar framkvæmdar, og vísast kæmist flokkurinn ekki upp með að leggja á auka skatta til að fjármagna þetta, ekki síst þar sem skatttekjur munu lækka, komist VG til áhrifa. Og líklegt er, að VG myndi taka til sín samgönguráðuneytið, og þannig stoppa framfarir sem þessar, sem Sjóvá og Ístak hafa lagt fram.
En hvernig sem fer, er breikkun Suðurlandsvegar brýnasta samgöngubótin og hefur verið lengi. En landsbyggðarþingmenn og ráðherrar hafa náð sínu fram of lengi. Það er kominn tími til að hugsa um samgöngubætur höfuðborgarsvæðisins, annars vegar með Sundabraut og hins vegar breikkun Suðurlandsvegar og helst göngum undir Hellisheiði (þar sem umferðin yrði vísast meiri en um Hvalfjörð, þó ýmsir myndu vísast keyra heiðina áfram, einkum skoskir ferðamenn!)
Ergo: breikkun Suðurlandsvegar STRAX!
![]() |
Fagnar áhuga einkaaðila á Suðurlandsvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Sundknattleikur?
Jæja, Spánverjarnir unnu. Svosem ekki við öðru að búast. En aðstæður voru erfiðar og held ég að það hafi frekar hjálpað okkar mönnum en hitt.
En aðal vandamál íslenska liðsins var, að liðið var lélegt. Það vantaði of marga og þar að auki verðum við að horfast í augu við, að við eigum ekki sérlega gott landslið.
![]() |
Spánverjar sigruðu Íslendinga 1:0 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Besti vinur konunnar
![]() |
Hundur bjargaði eigandanum með Heimlich-taki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Ísland - Spánn
Er það ekki bara betra fyrir Íslendinga, að það sé rigning og leiðindi?
Og með þessu er ég ekki að tala niður til kvenna, karla, eða neinna annarra, rétt til að hafa það á hreinu.
![]() |
Enn bætir í rigninguna á Mallorca |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Fortíðarlandið
Rakst á eftirfarandi pistil á netinu -- verð að afrita hann hingað!
"Þjóðarsáttmáli Fortíðarlandsins:
-Við heitum því að nýta okkur aldrei nokkurn snefil af tækninýjungum eða hátækni
-Við heitum því að leggja niður allar virkjanir og hætta umsvifalaust allri orkunotkun á Íslandi
-Við heitum því að stunda einvörðungu sjálfsþurftarbúskap og snerta ekki auðlindir landsins
-Við heitum því að gera Ísland aftur að fátækustu og vanþróuðustu þjóð Evrópu líkt og við vorum fyrir 100 árum!
Látum nú hendur standa fram úr ermum góðir íslendingar og skrifum undir þjóðarsáttmála Fortíðarlandsins. Við megum ekki láta glepjast af gylliboðum hátæknialdarinnar og þeytast áfram upp lista Sameinuðu þjóðanna yfir lífskjör og gæði, látum staðar numið og snúum aftur á slóðir forfeðranna, aftur til fornalda!
Sjálfsþurftarbúskapur eða dauði!
-Fortíðarlandið"
Og í ritskýringu var spurt, hvort þetta minni ekki svolítið á ónefndan stjórnmálaflokk?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Íran
Bandaríkjamenn og Bretar segjast geta sannað, að sjóliðarnir hafi verið í írakskri lögsögu. Hvað er þá málið?
Íranir hafa nú held ég endanlega spilað rassinn úr buxunum.
![]() |
Einum breskum sjóliða hugsanlega sleppt úr haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Nú verða femínistakellingarnar víst brjálaðar!
![]() |
Sýknaður af ákæru fyrir að taka mynd af naktri konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Hjá tannlækninum
Ég las um daginn að Svíar væru mjög hræddir við tannlækna, eða voru það Danir. Ég hef ekki þetta vandamál að glíma við.
Ég hef mjög góðan tannlækni, sem lappar upp á tanngarðinn með reglulegu millibili. Ég var einu sinni óttasleginn þegar ég heyrði í bor eða öðrum slíkum tækjum. En það er löngu liðið. Ég á jafnvel til að sofna eða dotta í stólnum.
Þetta er nú samt í fyrsta skipti sem mér líður betur þegar ég fer frá tannza en þegar ég fór inn. Ég var nefnilega með hausverk í morgun, eins og síðustu tvo morgna, og vísast hefur deyfingin hjálpað til við að losna við þennan vágest.
Ég gekk út með silfur í tönn og laus við hausverkinn.
En það er gott að hafa góðan tannlækni!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Breikkun Suðurlandsvegar
Já, takk.
Suðurlandsundirlendið er mesti vaxtarbroddurinn hér á landi, utan höfuðborgarsvæðisins. Reyndar er Árnessýsla nánast orðin hluti af höfuðborgarsvæðinu, amk Selfoss, Hveragerði og Ölfus. Mikil umferð er ætíð á milli Selfoss og Rvk og því er ljóst, að samgöngurnar þurfa að vera góðar.
Ástandið hefur reyndar lagast aðeins, en aðeins á leiðinni upp í Skíðaskála. Vegurinn yfir heiðina hefur lítið eða ekkert breyst í mörg herrans ár, og 1+1 vegurinn frá Hveragerði að Selfossi er slysagildra. Sá hluti á að mínu mati að hafa forgang.
En mér líst vel á þetta og vona, að hafist verði handa sem fyrst.
![]() |
Hægt að tvöfalda Suðurlandsveg fyrir 7,5 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)