Suðurlandsvegur og næsti samgönguráðherra

Jæja, ég hef nú lítt verið hrifinn af Sturlu Bö, og það af ýmsum ástæðum. Ein af þeim er persónuleg, og gæti Vilhjálmur postdoc vísast rætt það mál betur, kæri hann sig um.

En Sturla er þó alls ekki alslæmur og hefur, þrátt fyrir allt, marga ágætis hæfileika og margar ágætis skoðanir.

Breikkun Suðurlandsvegar er auðvitað bráðnauðsynlegt. Ég hef t.d. horft með hryllingi á, þegar er verið að grafa rándýr jarðgöng fyrir fámennan hóp, meðan göng undir Hellisheiði hafa ekki einu sinni verið alvarlega rædd.

Ég tel strax fram, að ég er Árnesingur í móðurætt, og Skaftfellingur í föðurætt. Ég hef því eðli málsins samkvæmt sterkar taugar til þessa svæðis og vil hag þess sem mestan og bestan.

Við upphaf 20. aldar voru uppi hugmyndir um, að efla byggð og starfsemi í Árnessýslu, sem að mínum dómi er besta landbúnaðarhérað landsins. Þær hugmyndir komu jafnframt vel, að leggja járnbraut frá Reykjavík og austur fyrir fjall. Ástæðurnar eru okkur í dag mjög skiljanlegar, þó þingmenn hafi gert sér ljóst, að slíkt fyrirtæki yrði ætíð rekið með tapi. En hugsunin var góð. Það þarf að efla samgöngur milli Árnessýslu (já, og alls Suðurlandsundirlendisins) við höfuðborgarsvæðið.

Minn draumur er, að koma á meira eða minna samfelldri byggð frá Selfossi og suður til E/S þorpanna á næstu c.a 30 árum. Þar myndi rísa þéttbýliskjarni með c.a. 25.000 íbúum, svipaðrar stærðar og Hafnarfjörður og Kópavogur. Og þar gætu einnig búið margir, sem starfa á höfuðborgarsvæðinu (margir gera það reyndar þegar!) og það taki ekki nema hámark hálftíma að keyra í "bæinn", og þá helst um Hellisheiðargöng, sem næðu á milli Hveragerðis og c.a. fyrir neðan Skíðaskálabrekkuna. Og síðan væri 2+2 vegur alla leið inn að Rauðavatni.

En er þetta raunhæft markmið? Eða er jafnvel 2+2 gerð Suðurlandsvegar mögulegur?

Í fyrsta lagi fer þetta mikið eftir því, hvaða ríkisstjórn verður við völd á næsta kjörtímabili. Ég einhvern veginn sé ekki fyrir mér að VG muni samþykkja einkalagningu slíkrar framkvæmdar, og  vísast kæmist flokkurinn ekki upp með að leggja á auka skatta til að fjármagna þetta, ekki síst þar sem skatttekjur munu lækka, komist VG til áhrifa. Og líklegt er, að VG myndi taka til sín samgönguráðuneytið, og þannig stoppa framfarir sem þessar, sem Sjóvá og Ístak hafa lagt fram.

En hvernig sem fer, er breikkun Suðurlandsvegar brýnasta samgöngubótin og hefur verið lengi. En landsbyggðarþingmenn og ráðherrar hafa náð sínu fram of lengi. Það er kominn tími til að hugsa um samgöngubætur höfuðborgarsvæðisins, annars vegar með Sundabraut og hins vegar breikkun Suðurlandsvegar og helst göngum undir Hellisheiði (þar sem umferðin yrði vísast meiri en um Hvalfjörð, þó ýmsir myndu vísast keyra heiðina áfram, einkum skoskir ferðamenn!)

Ergo: breikkun Suðurlandsvegar STRAX!


mbl.is Fagnar áhuga einkaaðila á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband