Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Neinei, margar ágætis kratar inn á milli
Ég á mér nefnilega nokkra "uppáhalds" krata, bæði lífs og liðna. Ég er ekki alfarið á móti krötum, eins og sumir hafa haldið hér á síðustu dögum. Ég á mér jafnvel nokkra uppáhalds krata.
Meðal þeirra er Pétur G. Guðmundsson, sem að mínum dómi var fyrsti íslenski jafnaðarmaðurinn. Hann var m.a. fyrsti formaður Jafnaðarmannafélags Reykjavíkur, fyrsta stjórnmálafélags jafnaðarmanna, og hafði áður verið ritstjóri/útgefandi málgagna jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingarinnar. Hann varð síðan formaður Dagsbrúnar og bæjarfulltrúi í Reykjavík, og þá er aðeins það helsta talið. Mjög vandaður og góður maður. Annar krati sem ég held upp á, var Jón Baldvinsson. Um hann var aðeins gott eitt að segja, að mínum dómi. Maður getur ekki annað en "fílað" menn, sem standa á sannfæringu sinni, en það er því miður orðið óalgengt meðal nútímakrata, sem vilja frekar láta berast með vindinum, og það oftast afleiðis. Þriðji kratinn var í raun syndikalisti, að mínum dómi, en hallaði sér að hinum og þessum stefnunum, þegar svo bar við. Það var Ólafur Friðriksson.
Ég held mikið upp á Ólaf, ekki síst eftir að hafa lesið persónuleg gögn hans, sem ég fékk á sínum tíma lánuð frá barnabarni hans, sem hlýtur að vera með skemmtilegri atvinnurekendum landsins. Ólafur fylgdi reyndar kommunum í Moskvu um tíma, en það stóð stutt og var hann m.a. handtekinn í Rússlandi 1921, og sennilega fyrsti "bolsinn" sem handtekinn var í Ráðstjórnarríkjunum, en ekki sá síðasti. Síðan gæti ég talið upp marga ágæta krata, sem maður hefur álit á, þó maður sé að jafnaði ósammála þeim um pólítík. Síðan á ég mér tvo eftirlætis kommúnista, Hendrik Ottósson og Stefán Pjetursson, sá síðarnefndi gerðist reyndar krati, eftir slæm kynni af kommúnísku martöðinni í Moskvu. Og, ok, allt í lagi, ég skal jafnframt viðurkenna virðingu fyrir Einari Olgeirssyni. En minn uppáhalds krati er Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrv. formaður Alþýðuflokksins og forsætisráðherra.
Ég og aðrir sagnfræðingar þekkja hann pólítískt fyrst og fremst fyrir ráðherradóm hans í Þjóðstjórninni, á tíð síðari heimsstyrjaldar, en einnig fyrir að vera í forsæti Stefaníu, þegar Ísland gekk í NATO. En Stefán Jóhann Stefánsson á meira að baki. Ég tengist honum sjálfur með svipuðum hætti og Ólafi Friðrikssyni, en á sínum tíma fékk ég persónuleg gögn hans lánuð, með samþykki tveggja sona hans, Björns nágranna míns í Grænuhlíðinni og Ólafs, föður Sigurjóns, fyrrv. bókavarðar, og Braga, skálds og Sykurmola. Báðir eru þessir ágætu menn nú látnir. Um þá hef ég gott eitt að segja og var Björn nágranni minn í mörg ár og hafði ég gott eitt af honum að segja, og það reyndar mjög gott. Sonur hans er Gunnar Björnsson, bloggari og bankastarfsmaður. Með þeim feðgum og nokkrum öðrum stofnaði ég Taflfélagið Helli 1991. Gunnar hefur í raun haldið því félagi gangandi allar götur síðan og á skákhreyfingin honum mikið að þakka. Hann er jafnframt alþjoðlegur skákdómari og ritstjóri www.skak.is. Ég ætla þó að forðast að tala vel um þennan félaga minn til margra ára, enda gæti mér þá reynst erfiðara en ella að stríða honum með lélegu gengi Samfó, eða Liverpool, á msn. Sjálfur er Gunnar reyndar með stríðnari mönnum og höfum við brallað ýmislegt á þeim vettvangi í gegnum tíðina. En nóg af ættfræðinni.
Það sem kom mér mest á óvart hvað snerti Stefán Jóhann Stefánsson var, að í fórum hans fann ég margar smásögur, að ég held óbirtar. Margar þeirra voru afburða vel skrifaðar og þótti mér stundum nóg um, þar eð maður fann til vanmáttar gegn þessari afburða stílfimi, sem Stefán sýndi þar af sér. Skora ég á afkomendur Stefáns Jóhanns að gefa þessar sögur út. En í þessu samhengi kemur það mér ekki á óvart, að barnabarn Stefáns, Bragi Ólafsson, skuli skrifa jafn vel og skemmtilega og raun ber vitni, en síðasta bók hans ku vera, að mati sérfræðinga, ein best skrifaða skáldsaga síðari ára. Í mínum huga er þetta genítískt. En Stefán var jafnframt ágætis stjórnmálaforingi, þótt vissulega hafi hann gert mistök, eins og allir aðrir. Hann stóð fast gegn kommúnismanum, eftir að hafa reyndar verið svolítið spenntur fyrir "austræna andanum" um tíma, þegar hann var að stíga sín fyrstu skref á pólítíska svellinu. Og í mínum huga er hann faðir þess besta í jafnaðarstefnunni á Íslandi, "hægri-kratismanum". Hugsanlega mætti þó taka Jón Baldvinsson þar í reikninginn, eða Pétur G. Guðmundsson, en ég vel Stefán því á hans tíð urðu línur skýrari og greinarmunur var gerður á, hverjir væru hægri kratar og hverjir stóðu til vinstri í Afl.
Það má vera, að ástæða þess að mér líkar svo vel við Stefán Jóhann sé að nokkru leyti komin til af góðum kynnum mínum af afkomendum hans, og lestri persónulega gagna hans. Hið sama mætti segja um Ólaf Friðriksson. Maður getur verið andstæðingur stefnumála manna, en þegar maður fer að kynnast þeim "persónulega", af lestri einkaskjala þeirra, fer manni að þykja vænt um þá, hafi þeir verið góðir og gegnheilir menn. Svo var í þessum tilvikum. En hvað Stefán Jóhann snertir, þá kemur einnig til ánægja með margskonar störf hans og skoðanir. Hann var t.d. meðal foringja Friðarvinafélagsins, sem barg þýskum flóttamönnum, sem Hermann Jónasson reyndi að reka úr landi. Hann hafði jafnframt forgöngu um, að veita þeim hjálp úr félagslega kerfinu, þegar hann var orðinn félagsmálaráðherra. Síðan hefur maður ákveðna hneigingu til, að halda upp á þá, sem kommúnistar voru á móti. En í heildina litið tel ég, að Stefán Jóhann Stefánsson hafi verið merkasti stjórnmálamaður jafnaðarmanna á 20. öldinni, ásamt Jóni Baldvinssyni. En af einhverjum ástæðum hefur krötum farið smám saman hnignandi, þegar liðið hefur á söguna og afburðafólki fækkað í forystu þeirra. Kannski það segi sitt um vandræði Samfylkingarinnar í dag?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Danski þjálfarinn hefur fattað þetta
Já, rétt lesið hjá danska þjálfaranum, enda engin furða. Hann hlýtur að vita eitthvað um handbolta, ef hann er landsliðsþjálfari, jafnvel þó hann sé bara landsliðsþjálfari Dana.
En ef íslensku leikmennirnir eflast alltaf þegar hann finnur veikleika hjá þeim, ætti þetta að verða erfitt hjá okkur í kvöld, því nú sér hann aðeins styrkleika. Þá hljóta menn að sýna veikleika í kvöld.
En a.m.k. vona ég að Danir liggi nú í því í kvöld. Það er kominn tími til að spila úrslitaleik á stórmóti. Við höfum áður verið nærri því, en alltaf klikkað á ögurstundu, t.d. í Japan 1997. En til þess þarf að vinna Dani. Liggi Danir í því í kvöld, verður vísast fagnað hér verulega frameftir nóttu og á morgun. En tapi Íslendingar, tekur við þriggja daga þjóðarsorg, með árásum á danska sendiráðið (loksins að VG atvinnumótmælendurnir gætu nýst í eitthvað þarft verkefni) og ofsóknum á hendur dönskum íbúm hér á landi. Nema auðvitað að íslenska þjóðin beri harm sinn í hljóði og kaupi nokkur fyrirtæki í Danmörku rétt til að fá útrás.
Áfram Ísland
![]() |
HM: Ísland er með frábæra leikmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. janúar 2007
"Stofnar" Margrét Frjálslynda flokkinn?
Mér skilst að hún ætli að ganga í Nýtt afl, taka yfir samtökin og bjóða fram í nafni þeirra í vor.
Sumir hér á blogginu segja, að hún gangi í Samfó. Aðrir segja Framsókn, enn aðrir að hún fari "heim" í Sjálfstæðisflokkinn með pabba gamla í eftirdragi. Kannski hefur einhver sagt að hún fari í VG, en þá hef ég misst af því.
Síðan koma pælingar um, að hún muni fara í framboð með Jóni Bald., og jafnvel með Ómar Þ. innanborðs. Síðan er það Framtíðarlandið.
En getur ekki bara verið, að pabbi gamli banni Frjálslynda flokknum að nota nafnið, sem hann hefur "copyright" á, þ.e. einkaleyfi fyrir (þ.e. hann á þetta vörumerki), og að Margrét og co muni einfaldlega bjóða fram undir því nafni í vor?
![]() |
Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. janúar 2007
Guðjón Arnar ótrúverðugur
Þessu mætti líkja við, að Hitler hefði gefið út yfirlýsingu 1938: "Frekar leitt að Gyðingar séu að yfirgefa Þýskaland". (Vil þó alls ekki líkja austurríska skiltamálarnum við vestfirska skipstjórann að öðru leyti).
Þessi ummæli eru, að mínum dómi, síðasti naglinn í kistuna. Hvernig á nokkur maður að geta trúað Guðjóni hér eftir? Hvernig á nokkur að geta treyst honum?
Og þar að auki aðeins FREKAR leitt, en ekki mjög.
Jæja, hvað ætli Frjálslyndi framfaraflokkurinn fái mikið fylgi í næstu kosningum? 5%, eða kannski minna? Og undir hvaða nafni ætli flokkurinn bjóði fram í vor?
![]() |
Guðjón Arnar: Frekar leitt að Margrét skyldi taka þessa afstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. janúar 2007
Kaffibandalagið: bara ein mistök af mörgum
Ég skil þetta ekki alveg...af hverju viðurkennir Stefán ekki bara, að Samfylkingin hafi verið mistök...eða síðasta formannskjör? Flokkur, sem stofnaður er til höfuðs einum manni - eða einum flokki, getur ekki virkað traustvekjandi til frambúðar. Og nú, þegar þessi maður er hættur, kemur upp tilvistarkreppa. Hin síðustu misseri hafa síðan kratarnir varla þorað að anda á Sjálfstæðisflokkinn - sem Samfóið var stofnað til að koma frá völdum - af ótta við að gera sjalla fúla og eyðileggja þannig möguleika á stjórnarsamstarfi. En Ingibjörg Sólrún tók af öll tvímæli á Reykjavíkurfundinum fræga um daginn. Skotleyfi veitt á Sjálfstæðisflokkinn. Kratar eru greinilega hættir að láta sig dreyma um nýja "viðreisn", en geta heldur ekki starfað með frjálslyndum, og eftir Kryddsíldina, fer að fjara undan vináttunni við VG.
Mistök Samfylkingarinnar fólust í, að fleygja Össuri út. Með hann í brúnni væri líklegt, að næsta stjórn landsins yrði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking. Nú virðist það borin von, nema mjög verulega breytingar verði á hugsunarhætti þjóhnappakratanna.
![]() |
Stefán Jón: Kaffibandalagið mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 29. janúar 2007
Ok, maður fer að fá nóg af svona fréttum
Ég hef annars enga skoðun á þessu máli, en mér finnst þetta vera orðið þreytandi. Svona mál á ekki að reka á netinu, heldur skuli lögregla rannsaka, telji menn sig hafa sök á hendur manni fyrir vafasamt athæfi.
En á hinn bóginn fer þetta að vera erfitt fyrir KFUM, fyrst Ágúst Magnússon og svo þetta.
![]() |
Hefur kært myndbirtingar á netinu til lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. janúar 2007
Æ, nei, Össur, ekki þú líka!
Pólítískir afleikir hafa verið margir og stórir upp á síðkastið. Sá nýjasti þeirra kom fram á Alþingi í dag, þegar Össur Skarphéðinsson sagði eftirfarandi:
Herra trúr. Þingmaðurinn ætti ekki að leika frægustu persónu í leikritum Shakespeares, hirðfíflið," sagði Össur.
Hvernig dettur manni, sem hefur það orð á sér að vera "the funny man", að segja svona um annan þingmann? Er ekki verið að gefa færi á sér? Guðjón Ólafur er t.d. ekki fyndinn og getur því ekki leikið hirðfífl. Össur er hins vegar með fyndnari mönnum á Alþingi, og sá fyndnasti í Samfó, og er þvi mun líklegri í hlutverkið...svona þannig séð. Reyndar hef ég heyrt fleiri en einn mann nota þau orð, að Össur væri hirðfífl Ingibjargar.
Þarna tapaði Össur mikilvægri skák gegn "stigalausum" og fellur niður úr meistaraflokki, a.m.k. um stundarsakir. Mér líkar reyndar ágætlega við kappann Össur, en nú get ég ekki orða bundist. (Og ég vona að hann fyrirgefi mér að vísa á Baggalútsþrífaramyndina).
Samfylkingarþingmenn missa víst aldrei af tækifæri til að missa af tækifæri til að klúðra. Það virðist orðið greinilegt.
![]() |
Þeir sem ráða ekki við einn kjörkassa ráða örugglega ekki við ríkiskassann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 29. janúar 2007
Ok, höfum þetta á hreinu
1. Hvers vegna þarf maður, sem er giftur Jolie að leita annað?
2. Hvers vegna giftist Jolie þessum gaur?
3. Hvers vegna giftist Thornton þessari ...?
![]() |
Jolie vildi bjarga heiminum en Thornton vildi horfa á Stubbana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. janúar 2007
Þrífarar Baggalúts - nokkrir klassískir
Í gegnum tíðina hefur maður oft getað hlegið að þríförum Baggalúts. Hér var einhver bloggari að nefna síðustu þrífarana, með Stefán Eiríksson efstan. Mig langar til að nefna hér nokkra af mínum eftirlætis þríförum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. janúar 2007
Hvernig getur elsti maður í heimi verið látinn?
Ég meina, Jón Sigurðsson t.d. væri þá eldri en frú Emma, já, eða Jón Arason, svo ekki sé minnst á Gamla Nóa!
Þessa fyrirsögn hefði alveg mátt orða öðruvísi, en gaman að þessu samt.
![]() |
Elsta manneskja í heimi látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)