Danski þjálfarinn hefur fattað þetta

Já, rétt lesið hjá danska þjálfaranum, enda engin furða. Hann hlýtur að vita eitthvað um handbolta, ef hann er landsliðsþjálfari, jafnvel þó hann sé bara landsliðsþjálfari Dana. Wink

En ef íslensku leikmennirnir eflast alltaf þegar hann finnur veikleika hjá þeim, ætti þetta að verða erfitt hjá okkur í kvöld, því nú sér hann aðeins styrkleika. Þá hljóta menn að sýna veikleika í kvöld.

En a.m.k. vona ég að Danir liggi nú í því í kvöld. Það er kominn tími til að spila úrslitaleik á stórmóti. Við höfum áður verið nærri því, en alltaf klikkað á ögurstundu, t.d. í Japan 1997. En til þess þarf að vinna Dani. Liggi Danir í því í kvöld, verður vísast fagnað hér verulega frameftir nóttu og á morgun. En tapi Íslendingar, tekur við þriggja daga þjóðarsorg, með árásum á danska sendiráðið (loksins að VG atvinnumótmælendurnir gætu nýst í eitthvað þarft verkefni) og ofsóknum á hendur dönskum íbúm hér á landi. Nema auðvitað að íslenska þjóðin beri harm sinn í hljóði og kaupi nokkur fyrirtæki í Danmörku rétt til að fá útrás.

Áfram Ísland


mbl.is HM: Ísland er með frábæra leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband