Æ, nei, Össur, ekki þú líka!

trifarar_025Pólítískir afleikir hafa verið margir og stórir upp á síðkastið. Sá nýjasti þeirra kom fram á Alþingi í dag, þegar Össur Skarphéðinsson sagði eftirfarandi:

„Herra trúr. Þingmaðurinn ætti ekki að leika frægustu persónu í leikritum Shakespeares, hirðfíflið," sagði Össur.

Hvernig dettur manni, sem hefur það orð á sér að vera "the funny man", að segja svona um annan þingmann? Er ekki verið að gefa færi á sér? Guðjón Ólafur er t.d. ekki fyndinn og getur því ekki leikið hirðfífl. Össur er hins vegar með fyndnari mönnum á Alþingi, og sá fyndnasti í Samfó, og er þvi mun líklegri í hlutverkið...svona þannig séð. Reyndar hef ég heyrt fleiri en einn mann nota þau orð, að Össur væri hirðfífl Ingibjargar.

Þarna tapaði Össur mikilvægri skák gegn "stigalausum" og fellur niður úr meistaraflokki, a.m.k. um stundarsakir. Mér líkar reyndar ágætlega við kappann Össur, en nú get ég ekki orða bundist. (Og ég vona að hann fyrirgefi mér að vísa á Baggalútsþrífaramyndina).

Samfylkingarþingmenn missa víst aldrei af tækifæri til að missa af tækifæri til að klúðra. Það virðist orðið greinilegt.


mbl.is Þeir sem ráða ekki við einn kjörkassa ráða örugglega ekki við ríkiskassann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Já, það er nokkuð fyndið að sjá hvernig SF er að reyna vera fyndin og alvarleg. Tek samt undir að Össur er örugglega mjög skemmtilegur veiðifélagi, hann kann ótal sögur og er fyndin.

Finnst að Össur eigi bara að taka við af Ingibjörgu. Líklega eru mistök SF að koma í ljós að hafa valið Ingibjörgu Sólrúnu í stað Össurar.

Guðjón Ólafur er að segja satt!

Sveinn Hjörtur , 29.1.2007 kl. 19:29

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ég er, sem sjálfstæðismaður, þannig séð ánægður með að Imba tók við. En ef ég væri krati í Samfó, væri ég vísast brjálaður. Og auðvitað átti Össur að halda áfram, það sagði sig sjálft, en menn trúðu á "tvíburaturnatalið" í Imbu og þjóhnappakrötunum. Og já, Össur er með skemmtilegri mönnum sem ég hef hitt. Ágætis maður, en er í slæmum félagsskap þarna. Á hinn bóginn þekki ég Imbu ekkert. Sendi henni erindi, þegar hún var borgarstjóri. Því erindi lét hún ósvarað. Sendi henni aftur erindi (aftur sem fræðimaður - var nú að leita að týndri sagnfræðilegri heimild), þá var Imba með alþingisemail. Hún svaraði því erindi ekki heldur. Hún er amk ekki "maður fólksins", ef hún heldur að það sé í lagi að hrauna svona yfir almenning í landinu. En ég vona hennar vegna að hún hafi sér málsbætur.

Snorri Bergz, 29.1.2007 kl. 19:54

3 Smámynd: halkatla

ég er mikill aðdáandi Össurar þótt ég sé ekki mjög hrifin af samfylkingunni (lesist; ingibjörgu sólrúnu) og ég hélt að meiningin hjá þér, miðað við fyrirsögnina, væri að segja eitthvað um össur sem ég þyrfti að skammast yfir en humm, ég skil alveg hvað þú ert að meina. Össur er mest grúví náunginn á þinginu og hann átti ekkert að bendla ófyndnasta gaurinn við sitt sérsvið. Vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur.

halkatla, 29.1.2007 kl. 20:42

4 Smámynd: Snorri Bergz

Vel orðað, Anna Karen. Þegar maður hefur einu sinni talað við Össur yfir kaffibolla í nokkrar mínútur, jafnvel þó umræðuefnið sé bara skák, verður eilíflega erfitt að segja eitthvað mjög ljótt um hann.

Snorri Bergz, 29.1.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband