Þjóðareinkenni Frakka

Ok, að mörgu að hyggja. Meðan Þjóðverjar byggðu á etnískri þjóðarskilgreiningu, fóru Frakkar landamæraleiðina. Þannig urðu t.d. Bretónar Frakkar (eða ákváðu það sjálfir), meðan Þjóðverjar fóru eftir etnískum skilgreiningum.

Þjóðareinkenni Frakka eru því ekki svo greinileg, amk ekki augum manna. Þau finnast öllu heldur á lyktinni.


mbl.is Frakkar leita einkenna sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Góður húmor þetta! Annars kannast ég ekkert við hvítlauksangandi menn hér á mínum slóðum, á Bretaníuskaga. Hjá þeim hefur mér liðið vel undanfarin rúmlega fjögur ár.

Ég fatta ekki alveg af hverju menn hafa horn í síðu Frakka. Þar er sennilega um ensk áhrif að ræða. Þegar ég bjó í Englandi á námsárunum upplifði ég hrikalega andúð Breta í garð Frakka. Bretar tala um „les frogs“ eða froskana! Ástæðan er sú, að Englendingar eru ekki enn búnir að jafna sig á ósigri Haralds Guðinasonar konungs þeirra fyrir Vilhjálmi bastarði og Rúðujarli við Hastings 1066!

Áður skrifuðumst við á um formúlu, nú um frönsk mál! 

Ágúst Ásgeirsson, 4.11.2009 kl. 08:28

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, hluti af þessu er ábyggilega frá Englandi. Sjá t.d. Yes Prime Minister og Rowan Atkinsson, þar sem Frakkar er ímynd hins "illa".

Hefur sitt að segja að Frakkar voru helstu andstæðingar Breta allt fram til um 1900. Bretar voru veldið á hafinu, Frakkar á meginlandinu. Utanríkisstefna Breta fólst í að ekkert eitt stórveldi myndi ráða á meginlandinu, og Frakkar voru jafnan líklegastir til að ná þar ráðandi stöðu, enda stórveldi, meðan t.d. Þjóðverjar voru sundraðir í mörg smáríki.

Hitt er annað, að Frakkar eru að sumu leyti þreytandi, t.d. er ákveðinn hroki í þeim í samskiptum við önnur ríki (að vísu engu betri hjá t.d. Bretum), osfrv. Ég man að þegar ég fór til Parísar 1990, þá með stúdentspróf í frönsku, þorði ég ekki að tala frönsku mikið, og ræddi við t.d. verslunareigendur á ensku, en þeir skildu mig og svöruðu á frönsku (sem ég skildi). Osfrv, osfrv.

Fyrir suma vini mína er frakkahatur eðlilegt, eftir að fara til Frakklands á skákmót. :) En fyrir þig, þá ku víst vera eitthvað franskt blóð í mér, en einn forfaðir vor ku hafa verið sjóflúinn aðalsmaður sem strandaði við Íslandsstrendur. Þess vegna kannski finnst mér hvítlaukur vera góður! ;:) 

Snorri Bergz, 4.11.2009 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband