Saddam allur

Jæja, ætli ég verði ekki pólítískt ranghugsandi og segi: Gott á hann. Hann átti ekkert betra skilið. Ég skil hreinlega ekki, hvernig menn geta verið andsnúnir því, að Saddam, þessi erkimorðingi, taki út refsingu sína. Hann á enga miskunn skilda, enda sýndi hann sjálfur miskunnarleysi og grimmd, og leyfði sonum sínum að lyfta sér yfir lögin og fremja skelfilega glæpi án ábyrgðar.


mbl.is Saddam Hussein tekinn af lífi í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Skil þig, sjálfur er ég feginn að þessi maður er allur, en ég er ekki sáttur með aðferðina. Hann fékk dauðadóm fyrir að drepa 148 þorpsbúa í Írak, sem er í raun hneysa miðað við allt annað sem hann hefur gert, hann ber nánast beina ábyrgð á lát þriggja miljóna manna í Íraks-Írans stríðinu, oftar en einu sinni hefur hann notað sinnepsgas á kúrda, ég sé hinsvegar engar ákærur á hendur hans gagnvart því, skrípaleikur.

Það eitt að ná honum og taka hann af lífi hefur kostar líf u.þ.b 500.000 Íraka plús, og 3.000 bandaríkjamenn, helvíti stutt og ódýrt réttarhöld miðað við það hvað það kostaði að ná honum.

Gunnsteinn Þórisson, 30.12.2006 kl. 08:21

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég held að hann persónulega hafi ekki notað gas á einn eða neinn. Heldur voru það undirmenn hans. Og hann drap ekki sjálfur og persónulega 148 þorpsbúa. Á þá ekki að halda áfram og dæma undirmenn hans millistjórnendur til dauða? Og svo þá sem frakvæmdu þetta? Hvar á þetta að enda. Á kannski að dæma Bandaríkjamenn fyrir að styrkja og standavið bakið á hernaðaruppbyggingu Íraks þegar þeir áttu í stríði við Íran? Er ekki nær að við sem köllum okkur siðmenntuðu gerum þá kröfu að réttarhöld séu sanngjörn og morðingjar og ógeðslegir harðstjórar sé ekki gerður sá greiði að vera drepnir. Þar sem að svona aftökur eru náttúrulega líka morð fyrirskipuð af dómara. Og hver hefur rétt á að fyrirskipa dráp á öðrum?

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.12.2006 kl. 08:41

3 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Vel orðað Magnús! Fólk vill gjarnan bendla einn mann við hitt og þetta, rétt eins og með Íraks-stríðið sem nú er í gangi, margir af mínum vinum tala um Bush-þetta og Bush-hitt, get alveg lofað því að hann stendur ekki einn í þessum málum, hann er með lið af fólki sem ráðleggur hitt og þetta, sama er með Saddam, hann stóð alls ekki einn í öllum ákvörðum sem Írak hefur staðið við, langt í frá.

Hef á tilfinningunni að þetta eigi aldrei eftir að enda, óttast það að þetta muni skapa miklar vangaveltur og umræður hvort þetta hafi verið ásættanleg niðurstaða.

Gunnsteinn Þórisson, 30.12.2006 kl. 09:10

4 Smámynd: Snorri Bergz

Svosem rétt drengir: Saddam hefur vísast ekki atað hendur sínar blóði, nema þessi nokkur skipti þegar hann á að hafa persónulega skotið menn. En er þetta ekki eins og spurningin forðum: Hvenær drepur maður mann?

Hver drepur? Sá sem lætur mann fá vopn og segir: Skjóttu, eða sá hefur þá skyldu að hlýða yfirboðara sínum og tekur í gikkinn.

EN hvað snertir Bush kallinn, þá held ég að hann sé að mörgu leyti strengjabrúða fyrir þessa klíku, sem kom honum til valda; Cheney og co.

Síðan er það auðvitað hneyksli, að hann hafi bara verið dæmdur fyrir þessa 148...en ekki þessar milljónir sem hann sendi til "Valhallar".

Snorri Bergz, 30.12.2006 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband