Lengsta hatrið

Ekkert hatur mannsins hefur varað eins lengi og andsemítismi, eða gyðingahatur. Engin þjóð hefur þurft að þola jafn mikið hatur, jafn lengi, og Gyðingar. Á hverjum degi birtast a.m.k. hundruðir hatursfullra og ósannra/villandi greina um Gyðinga í heiminum, flestar í ríkjum múslima. Á Vesturlöndum hefur þessi plága að miklu leyti legið niðri frá því skömmu eftir síðari heimsstyrjöld, en á undanförnum árum hefur orðið aukning á þessu fyrirbæri, ekki síst í þeim löndum, þar sem múslimar eru fjölmennir, og oftar en ekki borið fram af múslimum. Í seinna stríði var íslamski heimurinn nær algjörlega á bandi Hitlers, nema einna helst sú ætt sem nú ræður ríkjum í Jórdaníu. Hitler féll, en andsemítisminn ekki. Og áður en Guðmundur Steingrímsson byrjar að segja að þetta sé hatursáróður, þá er þetta því miður staðreynd, sem óþarfi er að fela...ekki síst fyrir manni af slíku ætterni. En þetta er aðeins inngangurinn að því umræðuefni, sem er til umfjöllunar hér, stutt yfirlit yfir stöðuna, eins og hún er í dag.

Ég horfði um daginn á fréttaþátt um andsemítisma. Að vísu kom þar lítið á óvart, enda hef ég rannsakað nokkuð sögu andsemítisma og hvað andsemítismi er, ekki síst þegar ég var gestafræðimaður við The United States Holocaust Memorial Museum 1998 og við nám í háskóla, þar sem ég skrifaði ritgerð hjá forstöðumanni The Center for Antisemtism Studies eða eitthvað svoleiðis, þ.e.a.s. Hebrew University of Jerusalem. En það sem sló mig mest í þessum fréttaþætti var, að sjá hvernig evrópskir þjóðernissinnar hafa enn á ný valið sér Gyðinga sem skotmörk, þó tiltölulega fáir Gyðingar séu búsettir þar, jafnvel í austurhluta Evrópu, þar sem Gyðingar hafa löngum verið fjölmennastir. Andsemítismi hefur í hundruðir ára verið útbreiddur í Rússlandi/Ráðstjórnarríkjunum og Póllandi, og jafnvel í Frakklandi, þar sem Dreyfusar-málið var einna þekktasta dæmi þessa. En maður hélt að þetta heyrði sögunni til, nema frá hendi ofstækismanna eins og Le Pen og síðan íslamskra klerka. Fréttir því lútandi fær maður reglulega frá Simon Wiesenthal stofnuninni, sem ég styrkti einhvern tíma um nokkrar krónur, en losna ekki við uppfrá því. En mikil var undrun mín þegar ég las eftirfarandi frétt í morgun:

More anti-semitism in France. A young group of students from a Jewish school in the 19th arrondissement in Paris were prevented by the driver from getting on bus 251 in Bobigny after he had noticed that they were wearing kippas (gyðingahúfu, innskot "Hvala"). The National Bureau for Vigilance Against Anti-Semitism is demanding that the Minister of Transport take disciplinary measures and press criminal charges against the driver. (Frétt upphaflega frá franskri fréttastofu)

Þessi atburður hafði ekkert með að gera ástandið í Miðausturlöndum og ekki var bílstjórinn, að því að ég best veit, múslimi, svo ekki er heldur hægt að kenna þeim um þetta. Þessi maður var einfaldlega Frakki af rómönskum ættum, vísast afkomandi einna þeirra leiguliða, sem þjónuðu aðlinum á lénstímanum í Frankaríki forðum.

Eins og venjulega eru til margir þeir, sem þola ekki þá sem á einhvern hátt stinga í stúf við "normið", þá sem eru öðruvísi á einhvern hátt en allur fjöldinn, hvort sem þeir séu litaðir á hörund, útlendingar eða t.d. Gyðingar. Mig grunar, að slíkt sé töluvert útbreitt í Frakklandi, þar sem ekki má lengur bera trúartákn, t.d. höfuðslæður, krossmen eða annað slíkt, í skólum og einhverjum öðrum opinberum stofnunum eða stöðum. Ég er samt ekki viss um hvort þessi lög hafa þegar tekið gildi, eða taki gildi bráðlega -- hef ekki nennt að fylgjast með þessu fáránlega máli. Frakkar vilja steypa alla í sama form, amk hið ytra og hafa náð að koma þessari hugsun inn hjá Evrópusambandinu, þar sem smám saman á að gera alla eins, eins og sagði í laginu forðum: "Litlir kassar, litlir kassar, allir eins." Það er þessi hugsun, sem gerir mig afar fráhverfan Evrópusambandinu...ég vil að menn fái að hafa sína sérstöku í friði fyrir öðrum, hvort sem það séu trúarbrögð, pólítískar skoðanir, sérstakar venjur eða óvenjulegur framgangsmáti, eða annað. Menn eiga ekki að þurfa að sæta áreiti vegna þess hverjir þeir eru, sé það öðrum að skaðlausu. Þótt ég skilji t.d. ekki hvað fær menn til að vera sósíalistar, KRingar, Spursarar eða annað þaðan af verra, virði ég rétt þeirra til að vera á annarri skoðun en ég, en fer jafnframt fram á, að þeir virði minn rétt, mína sérstöðu.

Í menntaskóla sat ég fjögur ár í frönskutímum, fór síðan til Frakklands beint eftir útskrift, eða svo gott sem. En ég hef sem betur fer aldrei þurft að fara þangað aftur...Ég er ekki á móti Frakklandi, sem slíku, en mér finnast hrokafull viðhorf Frakka til þeirra, sem eru öðruvísi en þeir (túristar, eða útlendingar almennt) ekki vera til fyrirmyndar. Þá er ég ekki endilega að tala um persónur, heldur að því að virðist vera opinber stefna franska ríkisins og maður gat endalaust hlegið að í Yes Minister og Yes Prime Minister, svo eitt dæmi sé tekið. Margir Frakkar eru ágætir, en í mínum vinahópi hafa allir að ég held farið til Frakklands og allir orðið fyrir vonbrigðum -- ekki með Frakkland, heldur Frakka. Frakkar eru þó ekki alslæmir, t.d. hafa þeir marga góða kosti, sem t.d. Þjóðverjar hafa ekki, og öfugt. Og vísast sjá útlendingar margt athugavert við íslensku þjóðarsálina. Ástæða þessa er sú, að við erum ekki öll eins, og eigum ekki að vera eins. Hver einstaklingur á hafa sérstöðu, hver þjóð á að hafa sín þjóðareinkenni. Gens una sumus -- við erum öll ein fjölskylda, en ég fengi andköf ef systir mín fengi skalla eins og ég. Við eigum ekki að vera eins, fjölbreytileiki er kostur, ekki galli, og hann þurfum við að virða. Jafnvel við þá sem bera höfuðslæður eða kippa. Sjálfur bar ég reglulega arabískan höfuðfatnað, þegar ég var í Egyptalandi eða Austur-Jerúsalem, og kippa, þegar ég var í Vestur-Jerúsalem. Þessi höfuðfatnaður gerir enga menn að verra fólki, eitt og sér, ekki frekar en menn verði vitlausari við að vera skeggjaðir eða klæðist leðurjakka. Útlit og klæðaburður fólks skiptir minna máli en innræti þess...hugsanlega með þeirri undantekningu, að svartröndóttur fatnaður ætti ekki að sjást á nokkrum manni, sér í lagi þeim sem eru í stuttbuxum. Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband