Fimmtudagur, 11. september 2008
Þreytt.is/verulega_þreytt
Ég þoli ekki svona daga. Ok, ég er sallarólegur svosem, en samt innst inni pínulítið pirraður. Reyni bara ekki að láta það berast út.
Þetta er einn af þessum dögum þegar maður bíður eftir miðnættinu og svefndrunga næturinnar.
Æjá, ég hef samasem ekkert náð að gera í dag, af því sem ég ætlaði mér. Og sumt hef ég gert, sem ég ætlaði ekki að gera, t.d. að taka inn augmentin við þessari ofurþreytandi ristilbólgu. Að vísu get ég glaðst yfir því, að þetta er óvenju mild útgáfa. Ég hef semsagt séð það verra. En þreytt.is engu að síður.
Í kvöld er oggolítið skákmót. Ég er nú formlega séð hættur keppni; búnað setja skákbækurnar niðrí kassa. En maður grípur samt í eitt og eitt hraðskákmót, rétt til að gleyma þessu ekki alveg. Og nú er það liðakeppni, svo maður verður að mæta, sé þess einhver kostur. Við TRingar höfum misst svo marga leikmenn að undanförnu til vestfirska Chelsea City og annarra, að það munar um hvern mann.
Ætli maður láti sig ekki hafa það að mæta, amk fyrst um sinn; sjá svo bara til hvernig maður verður.
En vegna þessa sit ég nú bara við tölvuna og dúlla mér. Þess vegna hef ég m.a. tíma til að bulla, eins og ég geri núna. En svona "húsmóðurblogg" er þó ekki í mínum stíl. Yfirleitt blogga ég bara til að fá útrás, halda umferð á bloggsíðuna svo hún haldist virk og geti þannig styrkt aðrar bloggsíður mínar (og þær aftur á móti styrkja síður umbjóðenda minna! djobbið sko), eða til að hæðast að margs konar furðulegum fréttum á mbl.is. Einstaka sinnum birti ég brot út þeim þúsundum síðna sem ég skrifaði á árum áður þegar ég nennti og mátti vera að, eða var í skóla.
Kannski ég fari að lauma slíkum síðum inn aftur, rétt til að hafa þetta ekki bara "einlínu aulahúmor" eins og einhver kallaði bloggfærslurnar mínar fyrir ekki svo margt löngu. En maður sér bara til, eftir því sem tími gefst.
En jæja, fyrsta húsmóðurblogginu mínu í langan, langan tíma er hér með lokið. En hvaða haus ætti ég að setja upp fyrir næsta blogg?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.