Strætó

Í síðustu viku þurfti ég nokkra daga í röð að taka strætó heim til mín. Það hef ég ekki þurft að gera í 20 ár.

Þetta gekk að sumu leyti vel, en löng var biðin á sunnudeginum, þegar 55 mín. liðu frá því ég mætti á stoppustöðina og fram að ætluðum komutíma.

Og þegar ég tók strætó á annað borð var þessi stór vagn tómur. Eitt sinn var ég einn í vagninum frá Grensás í Mjódd. HIn skiptin voru kannski 2-3 aðrir um borð.

Ætli Strætó eigi ekki minni bíla. Nú veit ég ekki með háannatíma, en það hlýtur að vera hægt að notast við minni vagna, enda ólíklegt að jafnvel þeir fyllist; og þá jafnvel hafa tvo vagna eða hafa skemmra á milli á háannatímum.

En a.m.k. finnst mér þetta system nokkuð skrítið hjá Strætó.


mbl.is Aukin fjárframlög í stað niðurskurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Já og hafa lengra bil milli ferða.  Það er svo auðséð að með útboði á akstrinum (sem hefur skilað hálfum milljarði í tap á hverju ári) hverfur allur vandinn á einu bretti...

Sigurjón, 13.8.2008 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband