Friðarsamkomulag eða vopnahlé í Georgíu?

Ég var að horfa á CNN meðan ég hjólaði af mér 0,2 kg. af svita í Hreyfingu. Ég sá ekki betur, en að CNN menn væru á því, og vísuðu til allskonar sérfræðinga, að hér væri um að ræða vopnahlé, en ekki friðarsamning eða friðarsamkomulag.

Rússar og Georgíumenn eru því ekki að semja frið, heldur vopnahlé og stöðvun átaka í "héröðunum" Abkhazíu og S-Ossetíu í Georgíu.

Ég veit ekki hvað öðrum finnst, en ég held að þarna hafi Rússar verið að sýna mátt sinn og ómegin; hafa vísast beðið eftir þessu tækifæri í mörg ár, enda eru Georgíumenn "þyrnar í síðu Rússa", eins og orðað var á CNN.


mbl.is Rússar og Georgíumenn fallast á friðarsamkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Varla eru Rússar fallnir í ómegin ...

Jón Valur Jensson, 13.8.2008 kl. 02:17

2 Smámynd: Snorri Bergz

Siðferðislega, jú.

Annars var þetta smá "orðaleikur", notaði þetta líka hér um daginn í sama samhengi.

Snorri Bergz, 13.8.2008 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband