Kalda stríðið: 2. umferð

Maður fær það á tilfinninguna núna, að stórveldin tvö muni enn á ný takast á í köldu stríði og ota sínum tota hvar sem kostur er.

Ég skil Kanana vel. Rússar réðust inn í Georgíu með herafla í kjölfar þess að Georgíumenn reyndu að ná völdum á svæði sem ríkinu tilheyrir skv. alþjóðalögum (og ég tek ekki afstöðu til hvort það sé réttmætt eður ei).

Mín skoðun er, að Rússar hafi enga afsökun fyrir þessu framferði sínu. Tal um Rússa og friðargæsluliða er bara yfirskin, yfirvarp fyrir árásunum. Georgiumenn eru nefnilega óþægir hafa t.d. herlið í Írak og þykja full vinsamlegir Vesturlöndum.

En persónulega hefði ég getað skilið Rússa ef markmið þeirra hefði verið að handtaka Zurab Azmaiparashvili, en ég held að hann sé staddur í Elistu í Kalmakýu, rússnesku sjálfsstjórnarlýðveldi.

 


mbl.is Pútín gagnrýnir Bandaríkjamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Merkilegt að það sé aldrei hægt að ræða málin sem eru til umræðu, heldur þurfi alltaf að draga úr þeim með því að taka önnur dæmi.

Ég nenni ekki að taka þátt í svona rugli. Og hvernig dettur þér í hug að segja svona við mig, eins og ég sé einhver aftaníossi Kananna?

Þreytandi svona efnisframsetning.

Snorri Bergz, 11.8.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ok, ég bara orðinn svo vanur að þegar einhver mál á alþjóðavettvangi koma til umræðu komi alltaf röksemdin: "Bandaríkin eitthvað..." Þannig verða engin mál rædd.

Snorri Bergz, 11.8.2008 kl. 15:39

3 Smámynd: Snorri Bergz

Og vísar mér síðan á síðu hjá Baldri Fjölnissyni. Hehe.

Snorri Bergz, 11.8.2008 kl. 15:42

4 Smámynd: Snorri Bergz

Ekkert að marka "Landið"  Kíki á þetta á morgun, ef ég man.

Snorri Bergz, 11.8.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband