Sanngjarnt

Bentley var seldur til Svartbrenninga fyrir afar lága upphæð, en þetta ákvæði, sem þarna er nefnt, er oft notað þegar efnilegir leikmenn eru seldir fyrir klink.


En þarna fór góður biti í hundskjaft. Ekki margir Arsenal-menn sem spila síðan fyrir Spurs, eða öfugt.


Spurs virðist ætla að hafa gott lið á næsta ári. Seldu Keane fyrir 20 millur og gætu selt Berbatov fyrir c.a. 25 millur, eða meira. Fyrir þennan pening má kaupa jafngóða strikera eða betri, og eiga samt afgang.

Því miður hafa Spurs menn vitkast. Í stað þess að sanka að sér miðlungsleikmönnum í stórum stíl (með nokkrum undantekningum) hafa þeir nú tekið upp á því að kaupa góða leikmenn eins og Modric, Bentley og fleiri (og losnað við slatta af miðlungsleikmönnum t.d. til Sunderland). En nú vantar Spurs sem sagt framherja og markmann í stað Robinson Krúsó. Það hlýtur að reddast á næstu dögum.

Mér er illa við að segja þetta, en ég óttast að Spurs muni blanda sér í baráttuna við Liverpool um fjórða sætið á komandi leiktíð og hugsanlega hafa betur.


mbl.is Arsenal hagnast á kaupum Tottenham á Bentley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband