Vill Haarde hitta elgi af ætt Óskars?

Æjá, elgurinn Óskar er klassískur brandari sem Margeir Pétursson, stórmeistari í skák og bankastjóri MP, hélt gangandi forðum. 1990 vorum við Margeir og fleiri á skákmóti á norsku fjallahóteli og pöntuðum elginn Óskar í kvöldmat eitt kvöldið. Sá reyndist ekki mjög þjáll undir tönn og samdi Margeir framhaldssögu í upphafi hvers kvöldverðar um ævintýri Óskars hinn seiga undir tönn, allt frá því hann var á beit í nágrenni Tjernóbyl 1986, uns hann féll fyrir byssukúlu veiðimanns í mið Noregi 1990 og var seldur Gausdal fjallahótelinu.

EN mig grunar að hinn öflugi elgur, Óskar, hafi náð að skilja eftir sig afkvæmi í Noregi og legg ég til við hæstvirtan forsætisráðherra að hann tékki á ættingjunum og bjóði þeim jafnvel pólítískt hæli hér á Íslandi.

After all, elgir þessir eru af ætt Óskars...


mbl.is Geir heimsækir vini í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband