Misheppnaðar auglýsingar

Nei, þessi fyrirsögn hefur ekkert með nýjustu Kóperníkusar-auglýsingar Símans að gera, þó þær séu að mínum dómi "overkill" sem áhorfendur fái fljótlega leið á og telji kannski að úr því fyrirtækið hafi efni á svona bruðli hljóti verð þjónustu þess að vera of hátt.

En málið er, að mörg fyrirtæki landsins hafa svokallaða fyrirtækjabíla sem rúnta um vel merktir eigenda sínum. Þetta er að mörgu leyti stórsniðugt; auglýsingin er sama sem "ókeypis" og kaup á bifreiðinni bókast sem rekstrarkostnaður og er því frádráttarbær frá skatti.

En oft gleymist að minna ökumenn slíkra fyrirtækjabíla á, að þeir eru ímynd fyrirtækisins í augum fjölda ökumanna. Því er það afar lélega auglýsing að glanna eins og bandóðir terrorista séu á hælum þeirra, "svína" á aðra í umferðinni og fara jafnvel yfir á rauðu. Ég hef stundum vel þessu fyrir mér en verð nú að minnast á þetta.

Til að mynda er alveg ljóst, að fyrirtækið sem á þann bíl sem "svínaði" á mig í gær mun aldrei sjá eina einustu krónu frá mér. Þarna var virkilega á ferðinni "misheppnuð auglýsing".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband