Hetjudáðir Lyndon B. Johnsons, síðar Bandaríkjaforseta

johnson

Þetta kom mér á óvart. Samkvæmt nýbirtum heimildum mun Lyndon B. Johnson þingmaður, síðar forseti Bandaríkjanna, hafa bjargað hundruðum ofsótta Gyðinga frá helförinni.

Í stað þess að endursegja þessa grein, bendi ég fólki á að slá á linkinn.

Merkilegt að maður í þessari stöðu skuli hafa beitt löglegum og ólöglegum aðferðum til að bjarga hundruðum manna í Evrópu...ekkí síst þar sem Bandaríkjaþing var þá "einangrunarsinnað" og fjölmargir, jafnvel flestir embættismenn, umræddra deilda utanríkisráðuneytisins komnir af "New England Patriots" rasistaskólanum.

 

Utanríkisráðuneytið vísaði Gyðingum frá af ótta við þjóðernissmit, en LBJ ullaði á svona kjaftæði og "framleiddi" löglega og undirritaða, en óútfyllta, innflutningspappíra til björgunar mannlífa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband