Reykjavík einangruð?

Ég sé hér þrjár fréttir á Mbl.is í röð um vandræði á þjóðvegunum umhverfis Reykjavík.

Hellisheiði að vísu opin, en þar er hálka og skafrenningur. Vesturlandsvegur lokaður vegna umferðaróhapps í Hvalfjarðargöngum (eða við, man ekki hvort), og Reykjanesbraut lokuð vegna umferðaróhapps við Vogaafleggjara.


Feginn er ég að eiga ekki brýnt erindi út á land á þessum fallega en veðurskrítna miðvikudagsmorgni.


mbl.is Hálka á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Nú er varað við hálku og skafrenningi á Hellisheiði eins og oft áður. Hve margir skyldu nú vera þar á ferð sem ættu að halda sig heima þegar staðan er þannig? Það kemur í ljós þegar fréttir fara að berast af óhöppum sem verða af því að fólk ekur allt of nálægt næsta bíl á undan á of miklum hraða og panikkar svo þegar eitthvað kemur upp á ...og kennir svo hálku og skyggni um í stað þess að líta í eigin barm.

corvus corax, 9.4.2008 kl. 08:08

2 Smámynd: Snorri Bergz

Auðvelt hjá þér að commenta um þetta, þú getur bara flogið yfir heiðina!

Annars sammála

Snorri Bergz, 9.4.2008 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband