Á að kæra Rauða krossinn, SÁA og önnur veðmálafyrirtæki?

Það er spurning. Þessi fyrirtæki, sem hafa það hlutverk að hjálpa fólki, hafa ásamt öðrum eyðilagt líf hundruða Íslendinga með því að lauma þessum spilafíknarvélum sínum hist og her um landið.

En en ég held þó að lagaheimildir skorti. En persónulega hef ég amk litla samúð með SÁÁ sem gefur sig út fyrir hjálpa fíklum, jafnvel þeim sem félagið hefur búið til sjálft.
mbl.is Í mál við veðmangarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Eins og vinur minn kvað um verkalýðsfélögin:

"Þeir kyssa þig og faðma þig og hönd þína þeir skaka. meðan hin er ofan í vasanum, veskið þitt að taka."

Brjánn Guðjónsson, 14.2.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Snorri, ég veit ekki hvort þú manst eftir einum kjánalegustu ummælum síðari ára um skaðleysi spilakassanna.  Þá sagði Guðjón Magnússon, þáverandi Landlæknir, að það verði nú enginn spilafíkill á því að spila fyrir 50 kr. í hvert sinn!  Auðvitað er ábyrgð þessara aðila mikil og er full þörf á því að þeir setji sér skýrari reglur. Mér finnst, t.d., alltaf sorglegt, þegar ég fer inn í tilteknar sjoppur, að sjá spilafíklana sitja við kassana og dæla í þá peningum.

Marinó G. Njálsson, 14.2.2008 kl. 18:20

3 Smámynd: Snorri Bergz

Já, þetta er eins og að Hamas sjái um umskurn gyðingabarna.

Snorri Bergz, 14.2.2008 kl. 18:40

4 Smámynd: ViceRoy

Eða eins og að bjóða upp á bjór og brennivín á AA fundum

ViceRoy, 15.2.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband