Obrenovac 4 pistill = svona eiginlega

Afsakid. Netid la nidri i morgun og her kemur thessi tho seint se.

 

2. umferð í Belgrade Trophy


Jæja, 2. umferð er búin. Og hvílík steypa. Í annað skiptið í röð fengum við underrated Serba, þ.e. gaura sem eru sterkari skákmenn en stigin segja til um.

Ég fékk Serba með 2133. Hann hafði bara sex skákir í gagnagrunninum, en ég veðjaði á að hann myndi tefla ákveðið afbrigði. Ég tékkaði á því smástund, fann solid nýjung með hjálp tölvuheila og fór svo bara að leggja mig fyrir skákina. Ég mætti alls ekki nógu vel undirbúinn, en lét vaða. Hann var greinilega vel undirbúinn og tefldi teoríuna rétt, uns ég skellti á hann nýjunginni “minni“! Koma svo. Hann hefði getað komist út í verra endatafl (sem ég hefði unnið!), en fann ekki besta leikinn, sem var ekki svo auðveldur að finna. Ég vélaði því af honum mann, en í staðinn fékk hann rosalega sókn, því kóngurinn minn var fastur á miðborinu og mennirnir hans voru virkir.

En ég varðist vel. Hann var ekki vel að sér í reglunum, og stundum kom fyrir að hann lék tvisvar áður en hann skrifaði leikina. Það er auðvitað stranglega bannað. En síðan gerðist það, að crucical staðan kom upp, þar sem ég þurfti að velja um nokkra leiki og ég gat ekki séð fyrir víst, hvaða leikur væri bestur. En þá, eftir að ég hafði hugsað um möguleika í meira en tíu mínútur, bauð hann skyndilega jafntefli og braut þarmeð einbeitinguna hjá mér. Það er stranglega bannað í þessari aðstöðu. Hann verður að bjóða á sínum tíma eða um leið og hann leikur. Stundum liða nokkrar sekúndur og menn gera sjaldan mál út af því. En þarna voru 10 mínútur komnar og rúmlega það. Þar að auki er ég 150 stigum hærri, manni yfir og greinilega með vænlegra tafl. Menn bjóða ekki jafntefli í svona stöðum. Þetta er eins og diving í fótboltanum, jafnvel verra. Þetta er argasti dónaskapur og gjörsamlega á skjön við skákreglur. Ég kallaði á skákstjóra, en tapaði dýrmætum mínútum á meðan skákstjórarnir reyndu að finna út úr þessu, því klukkan var biluð og var ekki hægt að stoppa hana!

Og ég hélt áfram að tapa tíma og nú fór ég að leggjast í þunga þanka. Ég fann sómasamlega leið; valdi á milli tveggja. Báðar voru shaky en litu vel út, en ég valdi þann verri, en hvorugur okkar sá magnaðar fórnir, sem hefðu leitt til þráskákar. En síðan losnaði ég ekki úr klípunni og var klaufi að eyða of miklum tíma í leiki sem voru eiginlega þvingaðir. Síðan vaknaði ég upp, eftir 28 eða 29 leik minn (tímamörkin eru 2 klst á 40 leiki og hálftími til að klára) og sá ég að þá átti ég aðeins mínútu eftir á amk 11 leiki. Og staðan var ennþá flókin og erfið viðfangs. En þá fór ég að tefla vel, lék alltaf samstundis, þ.e. um leið og andstæðingurin hafði ýtt á klukkuna. Og þegar ég náði 40 leikja markinu, var ég hróki yfir og átti enn 1 mínútu eftir! Stefán Kristjánsson hefði ekki gert betur! Gömlu hraðskákartaktarnir voru þá til staðar þegar á reyndi. Eftir skákina, þegar ég tékkaði á Rybkunni (tölvuheilanum), sá ég að ég hafði á undraverðan hátt leikið besta leiknum langoftast, eða leik sem var samasem eins góður, nema einu sinni, þá lék ég aðeins ónákvæmt og vissi það strax. En ég var samt með yfirburðastöðu og hann fann ekki besta svarið.


Ég vann semsagt skákina. Mótherji minn, sem hafði hagað sér „óíþróttamannslega“, baðst nú afsökunar og þegar svo er, er málið dautt í mínum huga. Ég sem hafði ekki ætlað að taka í höndina á honum við skákarlok og sýna honum þar með hvað mér fannst um hann (hann hafði m.a. tuðað og nöldrað þegar ég kallaði á skákstjóra og verið með stæla), en lét til leiðast og rétti fram spaðann. Óþarfi fyrir mig að sýna honum slíka framkomu, þó hann hefði átt hana skilda. Ég ætlaði ekki að leggjast á sama lága skítaplanið og hann. Og þá baðst hann afsökunar og vildi bjóða mér á barinn. Ég afþakkaði það reyndar, vildi fara að koma mér í matinn. Maður var orðinn gjörsamlega glorhungraður og dauðþreyttur. En þá kom andstæðingur Robba til sögunnar.

 

Robbi lenti í „serbneska varíantnum“, þ.e. sá sem hefur hvítt þarf að skaffa borð og klukku, amk þeir sem eru aftar en 40 borð. Jú, þetta var þekkt hjá okkur,og höfðum við Siggi Inga báðir lent í að fá nokkrar mínútur dregnar af okkur á sama móti 2005. En Robbi missti núna semsagt 10 mínútur. Sekt! Roar.

Robbi fékk eiginlega unniðúr byrjuninni, sem mótherjinn tefldi eins og argasta muppet. En síðan fór hann að tefla vel og fann bestu leikina. Robbi kom sér í tímahrakog þá fór að halla á hliðina. Og það sem verra var. Mótherji hans bauð honum ÞRISVAR jafntefli á tíma Robba. Þeir virðast ekki kunna skákreglurnar, kallarnir í Serbíu. En þetta var eins og hjá mér í gær; maðurinn var kominn yfir miðjan aldur svo Robbi gerði ekkert í málinu. Náunginn var samt ágætur, læknir frá útborg Belgrað, og reyndi að tala við okkur eftirá á blöndu af ensku, þýsku og leikrænum tilburðum.

En síðan kom ég fram frá minni skák og þá hafði andstæðingur minn þegar beðið Robba afsökunar á hegðun sinni við mig. Hann vildi aftur bjóða mér bjór, en ég neitaði pent. Ég ræddi þó við náungann og kom þá í ljós, að hann er Serbi frá Króatíu og hafði lent í stríðinu. Faðir hans var herforingi í stríðinu (í her Serba í Króatíu) og hann var sjálfur bardagamaður á þeim tíma. Þeir urðu síðan að flýja til Serbíu. Úff, fáir eru betri hermenn í skæruhernaði en Serbar. Eins gott að ég þáði afsökunarbeiðni hans með brosi í stað þess að taka A/G á þetta og vera í fýlu næstu misserin.

Regla nr.1 : aldrei að móðga serbneska skæruleiða og RB. Báðir eru margra manna makar!


En jæja, ég er kominn með 2 vinninga af 2 mögulegum, en Robba hefur gengið illa, er með 1/2.


En við höfum báðir solid skor á Svíann, sem því miður hefur verið duglegur að skora á okkur í einvígi. En þar sem okkur er bara úthlutað einu sænsku skáktímariti á dag, fórum við út í búð og keyptum okkur aukatímarit. Hvorugur okkar lagði í að útskýra fyrir kerlingunni í lobbíinu hvað okkur vanhagaði um, enda talar hun enga ensku. „Okkar maður“, lobbíkallinn sem mundi vel eftir okkur og heilsar alltaf með miklum fögnuði, var farinn heim. Hann talar ágæta ensku. En babúskan skilur ekki einu sinni „food ticket“, en fattar „essen“.

En kvöldmaturinn: jújú, kjötsúpa, eins og í hverri máltíð hingað til (en í 3 útgáfum) og Snitzel enn eitt skiptið, að þessu sinni með kartöflumús. Jæja, gat verið verra. Maður veit þá amk hvað maður er að borða. Það vissum við ekki alltaf í fyrra! Og síðan var chillað á herberginu. Ég lagði mig eftir skákina og matinn, gjörsamlega búinn. Vakti smástund (og fór niður að tékka á pörun næstu umferðar) en steinlá aftur, gjörsamlega örmagna. Robbi hafði tekið sama varíant og var kominn í bælið með solid kvikmynd í tölvunni, snakk og gos. Stundum kostar að vera orðinn „gamall“ og „lúinn“. Maður fer þá bara fyrr í bælið en ella.

3. umferð á morgun. Deja vu. Dusan Rajkovic með svörtu, eins og í 2. umferð í fyrra. Stórmeistari með vel yfir 2500. Robbi fær local gauk með 2097. Áfram Ísland.


Morgunn, 24. nóvember.

Jæja, ég vaknaði snemma, eins og venjulega, en lagði mig aftur og fór framúr um sexleytið. Ég var ubermorkinn, enda hafði ég gleymt að loka „svala“ hurðinni og hafði greinilega fengið smá kælingu undir þunnu lakinu. Ég dreif mig því niður í morgunmat...og hafði með mér bók að lesa. En ekki var nú mikið bragð af Omellettunni.

Planið er að fara niður í brekkið um 8.45 og taka síðan morgunrúntinn. Veðrið verður víst ágætt í dag, en akkúrat núna er frekar kalt (c.a. 5 stiga hiti, en enginn vindur). Vel getur verið að við tökum rakstur hjá babúsku-rakaranum, eða reynum að finna búð sem selur DVD myndir og músík á öðru máli en serbnesku. Robbi er búinn með sínar myndir, en ég hafði keypt mér bandaríska gamanþætti á Heathrow og því vel birgur af afslöppunarmateriali.

Ég er annars ekki sérlega bjartsýnn fyrir daginn. Maður finnur þegar maður er ekki að meika það, líkamlega. Ég er enn dauðþreyttur eftir skákina í gær og hálf domm. En vonandi hressist maður við morgunrúntinn. Mótherjinn er heldur ekkert lamb að leika sér við. Stórmeistari með yfir 2500, gamalreyndur í hettunni með gríðarlega reynslu. Hann var þegar orðinn meistari í fremstu röð árið áður en ég fæddist og hefur haldið styrk sínum merkilega vel. Í fyrra plataði ég hann í byrjunni (eins og oft gerist!) og sömdum við jafntefli eftir c.a. 15 leiki. Ég tel að hann vilji refsa mér fyrir það núna.

Jæja, þá er það bara sportþrennan, steinefnapakkinn, orkudrykkurinn, solid nýkreistur orange djús á internetkaffihúsinu og aukasturta fyrir skák. Maður hlýtur að hressast við þetta.

p.s. Eg vard of bradur, eftir ad hafa snuid adeins a GMinn a hans heimavelli, og aetladi bara ad takann strax. Og tapadi audvitad. Robbi vann seigan Slobodjan === underrated Serbar eru her eftir kalladir Slobodjan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn J. Björnsson

Þú verður að passa þig á að tala ekki endalaust illa um andstæðing þinn, slíkt mun eingönu koma í bakið á þér.

Gamgi ykkur vel, Sigurbjörn

Sigurbjörn J. Björnsson, 25.11.2007 kl. 02:21

2 Smámynd: Snorri Bergz

Mer fannst eg nu tala vel um hann, a midad vid hvad hann atti skilid.

En takk fyrir kvedjurnar....kvedjur heim fra okkur Robba

Snorri Bergz, 25.11.2007 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband