HM unglinga framundan

Það var vel að þessu staðið hjá Skáksambandinu í gær. Sjálfur forsætisráðherra mætti á staðinn og aragrúi fjölmiðlafólks, þar á meðal Adolf Ingi frá Sjónvarpinu. Þarna voru semsagt keppendur, foreldrar, stjórnarmenn í SÍ, forráðamenn Skákskólans og ýmsir af þjálfurum krakkanna.


Þarna eru níu krakkar að fara út og vonast ég eftir góðum árangri. Sterkastur krakkanna er undrabarnið okkar, Hjörvar Steinn Grétarsson, sem er tvímælalaust efnilegasti unglingur okkar í dag. Hildur er yngst, en lætur ekki vaða yfir sig samt. Á milli þeirra eru síðan margir af okkar efnilegustu börnum og unglingum.


Vel hefur verið staðið að málum, bæði hjá Skáksambandinu og einstaka foreldrum, sem sum fara með til Tyrklands, og sýna þessum málum mikinn áhuga. Börnin hafa fengið sérstaka þjálfun að undanförnu og er það vel. Ég hef aðallega verið með einn af þessum unglingum og hefur sá verið í kennslu nær daglega í tvær vikur, og hefur meira eða minna verið að keppa eða hjá þjálfurum lengst af þessu ári.


En varðandi fréttina skal það áréttað, að Kristján skáld Hreinsson er ekki stjórnarmaður í Taflfélaginu, heldur í varastjórn Skáksambandsins. En vísan er góð, eins og venjulega.


Áfram Ísland.


mbl.is Átta ára stúlka reyndist ofjarl forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband