Andstyggilegt; fórnarlamb hópnauðgana dæmt til harðrar refsingar

story_veil_afpEftirfarandi frétt er nú með því ljótasta sem maður hefur lesið lengi. Maður fékk sjokk, en í raun kom fréttin alls ekki á óvart. Maður hefur heyrt af slíku áður og vitað að slík lög væru í gildi í Saudi-Arabiu. En fréttin á Mbl. er eftirfarandi:

 

Nítján ára gömul stúlka í Sádi-Arabíu, sem varð fórnarlamb hópnauðgunar, hefur verið dæmd til að þola 200 svipuhögg og sex mánaða fangelsisvist þar sem hún braut lög sem banna samskipti við ókunnuga karlmenn. Stúlkan var í bíl með manni, sér ótengdum, þegar ráðist var á hana.

Konan var upphaflega dæmd til að þola 90 svipuhögg. Hún áfrýjaði en áfrýjunardómstóll þyngdi dóminn og sagði m.a. að stúlkan hefði reynt að nýta sér fjölmiðla til að hafa áhrif á dómsniðurstöðuna. Lögmanni stúlkunnar var einnig refsað en hann var sviptur lögmannsréttindum.

Dómstóllinn þyngdi einnig dóma, sem árásarmennirnir, sem voru sjö, hlutu. Þeir voru upphaflega dæmdir í 1-5 ára fangelsi en áfrýjunardómstóllinn tvöfaldaði lengd dómanna.

Fréttavefur BBC hefur eftir blaðinu Arab News, að konan, sem er sjía-múslimi, hafi verið nauðgað 14 sinnum fyrir einu og hálfu ári. Sjö menn úr hópi súnní-múslima voru fundnir sekir um árásina.

OK, þetta kemur ekki á óvart, en maður getur samt ekki gert annað en að hrópa: "Ranglæti, ranglæti". Hvílíkur viðbjóður að dæma stúlku, sem var hópnauðgað og það 14 sinnum og vísast hrottalega, til að þola 200 svipuhögg og 6 mánaða fangelsi.


Jæja, en þetta er íslam, það sem við viljum endilega flytja hingað inn og bjóða velkomið með bestu kjörum. Og ekki segja að þetta sé ofstæki eða brjálæði, þetta er einfaldlega það sem íslömsk lög, sharía, boða. En íslömsk lög gilda ekki allsstaðar í sinni skilyrðislausustu mynd. Til að mynda er svona viðbjóður ekki í gildi nema í einstaka landi og er Saudi Arabía þar fremst í flokki. En þróunin er í þá átt í heimi íslams, að þeir róttækari eru í sókn og hinir hófsamari að gefa eftir eða flýja til Bandaríkjanna.


Hvernig ætli Ísland yrði, ef slíkir samfélagshættir yrðu teknir upp hér á landi?


mbl.is Fórnarlamb hópnauðgunar dæmt til refsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er athyglivert að þetta ríki er einn helsti bandamaður vesturlanda í stríði þeirra gegn ofsatrúarmönnum!

Þorsteinn Siglaugsson, 16.11.2007 kl. 09:47

2 Smámynd: Linda

mér þykir þetta svo skelfilegt en á sama tíma kemur þetta ekkert á óvart, þegar maður fer að lesa sig til  fylgjast með fréttum og frásögnum frá hinum Íslömsku paradísum  þá verður mér einfaldlega flökurt og svo reið að hálfu væri nóg.  Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að það er ekki allt með feldu þegar "sharía" er viðhöfð í réttarkerfi, slíkt er að koma fram í Engilandi, Þýskalandi og Frakklandi, er þetta eitthvað sem við viljum?  Fólk verður að hætta að hugsa "ekki hér á íslandi, svona mundi ekki ske hér" og fara að hugsa "þetta má ekki ske, hvað get ég gert til að koma í veg fyrir það". 

Linda, 16.11.2007 kl. 10:02

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Uss linda það er "rasismi" að segja svona

Alexander Kristófer Gústafsson, 16.11.2007 kl. 10:40

4 Smámynd: Linda

Skondið að þú skulir segja þetta Alexander, því ég ætlaði að láta fylgja athugasemdinni að ég gerði mér grein fyrir því að ég yrði eflaust kölluð rasisti fyrir að þora segja mína skoðun á þessu, en ég hugsaði nah, fólk er ekki svo galið að ég þrufi að setja disclaimer við athugasemdina sem hluti af fjölskildu sem ég kalla bland í boka þá bara verð ég að mótmæla rasista stimpli hér og nú, og ég læt slíkt ekki kveða míg niður í umræðunni, slíkt er jú svik við lýðræði og málfrelsi að láta fólk komast upp með slíkt. 

Linda, 16.11.2007 kl. 10:51

5 Smámynd: Snorri Bergz

Ég held að Alexander sé einmitt að hæðast að því, að sumir setja rasistastimpilinn á allt mögulegt....ef ég hef skilið hann rétt.

Snorri Bergz, 16.11.2007 kl. 10:53

6 Smámynd: Linda

jams skildi það, svo ég ákvað að koma með yfirlýsingu til vonar í vara ;)

Linda, 16.11.2007 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband