Stjörnudaður á Gramercy Park hótelinu

Jæja, Lexington Avenue er þá samverustaður þessara turtildúfna. Já, hvernig gátum við strákarnir í íslenska unglingalandsliðinu í skák vitað, endur fyrir löngu, að þetta merka hótel yrði löngu síðar samfundastaður anorexískrar gelgju og útbrunnins hjólreiðakappa?


Og okkur hefði staðið á sama, hefðum við getað séð framtíðina.


Þar eð; ég fatta ekki hvað er svona merkilegt við þennan atburð og eins og er situr þessi frétt í 3 sæti yfir mest lesnu fréttirnar á Mbl.is.


Hvað ætli það segi um okkur Íslendinga? Erum við orðnir svo kanískir, að við erum byrjaðir að elta hinar meintu vestanhafsstjörnur út um allar trissur, jafnvel inn á bar á Lexington Avenue?


mbl.is Dunduðu sér við daður á bar í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband