Þórhallur bin Laden?

Jæja, Spaugstofan setti Þórhall í bin-Laden / Talibanabúning á laugardagskvöldið, vísast til að mótmæla því, að hann rak Randver Þorláksson á braut.


Ég er nú einn þeirra sem hef fylgst vel með Spaugstofunni frá upphafi og verð að segja, að ég sé ekki að þátturinn missi mikið við brotthvarf Randvers. Hann leikur jafnvel karaktera sem skipta litlu máli og er ekki að gera neinar rósir, þó hann sé auðvitað góður leikari.


En hitt er svo annað mál, að mér skilst að hann sé solid í því sem fer fram á bakvið tjöldin og að Spaugstofumenn munu sakna hans þar. En sem leikara í Spaugstofunni, sé ég ekki að neinn skaði sé skeður, amk ekki svo miklu máli skipti. Hann hefur verið nánast eins og aukaleikari þarna síðustu árin og aðeins haft einn alvöru karakter, þ.e. þegar hann lék róna.


En hitt er svo annað mál, það það var held ég flestum amk að skaðlausu, að hafa Randver þarna áfram.


mbl.is Styðja Randver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband