1969 kynslóðin skorar feitt

anand2Jæja, 1969 kynslóðin er einfaldlega best. Anand, Gelfand, Ivanchuk, ég, og margir fleiri! Wink

En fyndið að sjá frétt Moggans:

 

Boris Gelfand, sem býr í Ísrael, komst í nótt upp að hlið Indverjans Vinwanathans Anands á heimsmeistaramótinu í skák, sem nú fer fram í Mexíkó. Gelfand vann Gelfand ties with Anand in standing Israeli gran master Boris Gelfand Rússann Alexander Morozevítsj í 6. umferð mótsins og er með 4 vinninga eins og Anand sem gerði jafntefli í gærkvöldi.


Gelfand tefldi fyrst fyrir Sovétríkin, síðan Hvíta-Rússland um 1990, enda alinn upp í Minsk. En hann er Gyðingur og þegar rússneskir Gyðingar fengu ferðafrelsi, flutti hann til Ísrael, hefur teflt fyrir það land í um 15 ár og er eðlilega ísraelskur borgari. Hann gerir því meira en að búa í Ísrael. Furðuleg frammistaða Moggans þarna. En Anand býr auðvitað á Indlandi, a.m.k. stundum.


En þegar menn þýða erlendar fréttir, verða menn að muna, í copy-paste dæminu, að þurrka enska textann út!


mbl.is Gelfand komst upp að hlið Anands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Magnússon

Já, þetta var fremur lélegt hjá Mogga. Sérstaklega að kunna ekki betur að afrita en svo að nafnið á Viswanathan Anand forklúðrast. Annars er athyglisvert að í augum búlgarska skopteiknarans Chavdar Nikolov skuli Anand nánast vera tvífari forsætisráðherra vors.

Andrés Magnússon, 21.9.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband