Hvað segja sósíalistarnir nú?

Einn helsti dýrlingur margra sósíalista hér á landi er Hugo Chavez, einræðisherra í Venesúela. Hann hefur barið niður stjórnarandstöðu og er nú farinn að hóta útlendingum, sem ekki eru sammála honum, brottrekstri.


Nú, á meðan les maður hjá einstaka sósíalískum bloggara, að mótmæli Saving Iceland séu í raun bara hið besta mál og aðgerðir lögreglu vafasamar. 


En styðja þeir eina fyrirmynd sína, Chavez, í því að reka útlenda stjórnarandstæðinga úr landi, meðan þeir eru jafnvel andvígir því, að lögreglan trufli ÓLÖGLEG mótmæli útlendinga hér á landi? (Ok, hér er verið að setja sósíalista undir einn hatt, en auðvitað eru undantekningar).


Er þetta er bara hræsni?


mbl.is Chavez hótar að vísa gagnrýnendum sínum úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Félagi Chavez hefur lög að mæla, um það er engum blöðum að fletta.

Svo er félagi Chavez lýðræðislega kosinn og þar af leiðandi enginn einræðisherra.

Jóhannes Ragnarsson, 23.7.2007 kl. 10:39

2 Smámynd: Snorri Bergz

Hitler var líka lýðræðislega kosinn!  Og fékk ekki Stalín 99% atkvæða?

En báðir voru einræðisherrar. Svo er líka um Mugabe og Chavez, og ýmsa aðra, sem sósíalistar daðra mest við.

Snorri Bergz, 23.7.2007 kl. 10:51

3 identicon

Gleymdu ekki þeim sem fékk heil 100% atkvæða, sjálfum herra Saddam Husayn al-Tikriti.;)

Andri Snær Ólafsson Lukeš (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband