Úr Elliðaárdal

Hvílíka perlu eigum við ekki, Reykvíkingar, að hafa Elliðaárdalinn. Engu að síður efa ég, að margir útlendingar viti hvað þar er að finna; þeir túristar sem hingað koma rúnta í miðbænum, fara í Perluna eða eitthvað smotterí, og drífa sig síðan úr bænum hið snarasta.


Ég hef víða farið, en man ekki eftir að hafa séð stað eins og Elliðarárdal í miðri borg; jafnvel Central Park bliknar í samanburðinum, enda tilbúið system þar á ferðinni.


dalurÉg flutti nýlega í Stekkjahverfið í Reykjavík, en þaðan er aðeins steinsnar í Dalinn. Þangað hafði ég ekki komið síðan ég var á unglingsárunum. En ég ákvað það skyndilega í gær að labba niðrí dal. Ég var nú bara á stuttbuxunum og á ástkæra ylhýra bolnum inni við beinið, en skellti yfir mig skyrtu til að verða ekki kalt. Gekk ég um nær allan dalinn og komst heim við góðan leik um ellefu leytið.


Ég hef sjaldan haft eins gaman af göngutúr. Þarna er alveg ofboðslega fagurt og gaman að sjá þarna tugi kanína á ferð á svæðinum næst Stekkjunum. Þar var líka maður með brauð að gefa önd... nei, ég meina kanínunum. Ég gekk þarna um í kyrrðinni, það voru nánast engir þarna á ferð um þetta leyti. Þetta var alveg magnað.


Ég á fastlega von á, að gera svona rúnt að föstum lið héreftir. Jafnframt skora ég á þá, sem þetta lesa, að gera ekki slíkt hið sama. Ágætt að hafa þennan fagra stað að miklu leyti út af fyrir sig. En hvílíkur draumastaður er þetta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband