Allt í rétta átt

d_bloggi_heil_hamasJæja, þetta er allt í rétta átt. Nú er um að gera að byggja á þessum grunni.

Áður var samstarf Fatah og Hamas grundvallað á því, að samtök þessi, sem börðust ekki aðeins um völdin meðal Palestínumanna heldur einnig hug og hjörtu fólksins, áttu sameiginlegan óvin, Ísrael.

En nú gerist það hins vegar, að Fatah og Ísraelar  geta sameinast um baráttu gegn sameiginlegum óvini, Hamas og þeim íslömsku öfgahreyfingum, sem starfa í skjóli Hamas-stjórnarinnar á Gasa.

Kannski valdarán Hamas á Gasa verði til þess, að friðvænlegra ástand komist á, amk á þeim svæðum, þar sem áhrif Hamas eru lítil eða minnkandi.

Þá gerist það vonandi, að fólkið á þessu svæði nái loksins að lifa í friði hagsæld, að minnsta kosti í meiri mæli en nú er.

En hitt er svo annað mál, að íslamistar og aðrir róttækir múslimar munu aldrei getað sætt sig við frið við dhimmis og hið lýðræðissinnaða vestræna þjóðfélag, hvort sem það er á Vesturlöndum eða annars staðar.


mbl.is Ísraelar sleppa palestínskum föngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband