Hækkum gjöld á áfengi, tóbak og matvæli

Auðvitað á að hafa sem mest gjöld á óæskilegum, óþörfum og hættulegum varningi, t.d. áfengi, tóbaki, matvælum með sykri/kolvetnum í (sérstaklega gotterí, gosdrykkjum, pasta og brauði), bílum (fjöldi fólks deyr í umferðinni á hverju ári) osfrv. Síðan skal setja aukatolla á óæskilega músík, myndir með ofbeldi og klámi, tölvuleiki, osfrv. Listinn er nær endalaus.


Og þegar upp er staðið, getum við bara lifað á fjallagrösum úr fjallagrasaverksmiðjunni hennar Kollu.


Best að sýna bara þjóðinni að hún sé samansafn hálfvita, sem þurfi að hafa vit fyrir í hverju smáatriði.


En hver á hafa vit fyrir stjórnvöldum?


mbl.is Pólitísk samstaða um lækkun áfengisverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Heyrheyr!

Ég vil líka setja sem mestar álögur á ljót föt þar sem ég held að sjónmengun lík þeirri sem myndaðist hér á níunda áratug síðustu aldar geti valdið augnkrabba...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.7.2007 kl. 10:30

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, gleymdi ljótu fötunum, ljótri myndlist, setja á skeggskatt, skatt á ljóta hárgreiðslu,...


Og ríkið setur á fót sérstaka nefnd til að meta, hvað sé ljótt og hvað ekki.

Snorri Bergz, 20.7.2007 kl. 10:32

3 Smámynd: Skarfurinn

En hvernig væri að sér skattlegja SKÖLLÓTTA menn ????

Skarfurinn, 20.7.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband