Hver græðir á lítilli kjörsókn?

Nú verð ég að viðurkenna, að ég þekki engar tölur frá fyrri kosningum til samanburðar. En einhvern veginn held ég, að minni framboðin græði mest á lítilli kjörsókn. Til dæmis held ég, að þeir, sem hafa ákveðið að kjósa Íslandshreyfinguna og Frjálslynda flokkinn, jafnvel Framsókn, vilji síður missa af kosningunum en hinir, sem kjósa Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu, en með Vinstri græna, er ég ekki viss. ÁKveðinn harðkjarni VG manna hefði kosið þó hér væri 20 stiga frost og brjáluð hríð. En hluti af fylgi flokksins er e.t.v. laustengt og óvíst hvort það velji kosningaþátttöku framyfir laugardagsrúnt eða eitthvað slíkt

Ég geri mér ekki ljóst hver græðir mest á lítilli kosningaþátttöku (en hún gæti reyndar batnað þegar á líður), en ef hún verður í minni kantinum tel ég líklegast að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapi hlutfallslega meiru.

Það er eitt að svara í síma viku fyrir kosningar; það er annað að fara á kjörstað í glampandi sól og standa þar í langri röð til að komast að kjörborðinu.

En rosalega verður þetta spennandi._fram-vg_186707


mbl.is Minni kjörsókn í Reykjavík en í síðustu kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband