Samfóarnir læra seint

Nú ræðst fram ein helsta vonarstjarna Samfó og formaður ungkrata (ef ég man rétt). Hann leggur sitt fram í baráttunni og hvað er það? Persónulegt skítkast.

AingibjorgKemur ekki á óvart. Þetta hefur verið norm kratanna, að kasta skít í frambjóðendur eða stuðningsmenn annarra flokka, dylgja um þá og karakter þeirra, (jafnvel rifja upp neikvæða atburði, sem eru löngu liðnir) eða verk þeirra, og tala síðan um nornaveiðar, kvenfyrirlitningu, karlrembu, osfrv, þegar menn dirfast að gagnrýna formann þeirra, Ingibjörgu Sólrúnu, og vilja ritskoða fréttir, sem eru neikvæðar fyrir flokkinn.

Og síðan eru þeir hissa á, að flokkurinn njóti ekki stuðnings þjóðarinnar og sé að fara niður í logum. Formaðurinn treystir ekki þingflokknum, Poliburoið treystir ekki flokksmönnum (sem fá ekki að ræða málin á landsfundinum!), og þjóðin treystir ekki formanninum. Er það eitthvað skrítið, þegar svona pólítík er rekin?

En "fyndið", að þeir sem duglegastir eru í gagnrýni á menn og málefni annarra, skuli ekki geta tekið gagnrýni sjálfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband