Örvænting komin í Samfó

c_serstakttilbodJæja, þá. Nýr loforðlisti kortéri fyrir kosningar. Aldeilis að kratarnir eru orðnir örvinglaðir. Nú líður að kosningum og ekkert gengur. Eða ekki? Jú, flokksmenn kátir núna, því Samfó er komin yfir 20% í skoðanakönnunum. Litlu verður Vöggur feginn. Þetta er flokkurinn, sem fékk yfir 30% síðast.

En þetta er samt rétt hjá Samfó. Auðvitað á að fagna 20% fylginu, þetta er glæsilegur árangur og sigur fyrir flokkinn, miðað við að formaðurinn treystur ekki þingflokknum, þingflokkurinn treystir sennilega ekki hinum almenna flokksmanni (sem mátti ekki ræða málin á landsfundinum) og í ofanálag treystir þjóðin ekki formanninum, sem sér greinilega engan mun á hryðjuverkum og hernaðarátökum.

Í þessu ljósi er 20% fylgi bara nokkuð gott.


mbl.is Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband